fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Segja ólíklegt að höfuðborgarsvæðið geti orðið algjörlega heitavatnslaust vegna eldgosa

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2024 15:30

Mynd: Hanna Andrésdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórir starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur og dótturfyrirtækja hennar segja í aðsendri grein á Vísi að ólíklegt sé að höfuðborgarsvæðið geti orðið algjörlega heitavatnslaust ef eldgos hefst nær því en eldgos undanfarinna missera á Reykjanesskaga hafa gert.

Það eru þau Ingvi Gunnarsson forstöðumaður Auðlindastýringar, Sigrún Tómsdóttir Auðlindaleiðtogi vatns og fráveitu, Hrefna Hallgrímsdóttir forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum og Daði Hafþórsson, forstöðumaður virkjanareksturs hjá Orku náttúrunnar sem rita greinina.

Þau segja að hitaveitan á höfuðborgarsvæðinu byggi á fleiri en einu vinnslusvæði þannig að heita vatnið sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fái í ofnana sína komi úr fleiri en einni átt. Algjört heitavatnsleysi sé því afar ólíklegt:

„Á höfuðborgarsvæðinu kemur heita vatnið úr sex mismunandi jarðhitakerfum. Þrjú þessara kerfa – Nesjavellir, Hellisheiði og Hverahlíð – eru á Hengilssvæðinu og flokkast sem háhitasvæði. Þau er eldvirk og skaffa um helminginn af vatninu í hitaveituna á höfuðborgarsvæðinu. Hin kerfin sem við nýtum eru innan höfuðborgarsvæðisins sjálfs; lághitasvæðin í Laugarnesi og Elliðaárdal í Reykjavík og Reykjum og Reykjahlíð í Mosfellssveit. Þar eru líkur á eldgosum hverfandi.“

Þar af leiðandi sé ólíklegt að öll þessi kerfi verði fyrir áfalli á sama tíma.

Þau segja einnig ólíklegt að höfuðborgarsvæðið glati algjörlega aðgangi að köldu vatni:

„Veitur, dótturfyrirtæki Orkuveitunnar, vinna kalt neysluvatn úr fjórum svæðum í Heiðmörk; Gvendarbrunnum, Jaðri, Myllulækjartjörn, og Vatnsendakrikum. Þrjú fyrstnefndu svæðin eru á neðra svæðinu svokallaða – rétt við Elliðavatn – en Vatnsendakrikar eru ofar í Heiðmörkinni. Bæði efra og neðra svæði geta hvort fyrir sig annað allri neysluvatnsþörf á veitusvæði Veitna á höfuðborgarsvæðinu, að minnsta kosti til skemmri tíma. Ef annað svæðið yrði óvinnsluhæft í jarðhræringum, t.d. vegna hraunrennslis, væri hægt að flytja alla vinnsluna yfir á hitt svæðið.“

Viðbragðsáætlanir

Í greininni fara þau einnig yfir mögulega hættu á mengun vatnstökusvæða í Heiðmörk vegna eldvirkni og segja að efnavöktunarbúnaður á svæðinu sýna í rauntíma hver vatnsgæði eru.

Komi til eldgos við virkjanir á Hengilsvæðinu, sem sé í senn eitt helsta háhitasvæði á Íslandi og megineldstöð, séu áætlanir til staðar til að bregðast við því.

Komi til þess að hluti heitavatnsframleiðslunnar fyrir höfuðborgarsvæðið yrði óvirkur vegna eldsumbrota þá sé reiknað með því að það myndi hafa áhrif á innan við helming framleiðslunnar á hverjum tíma. Ef það myndi gerast í kuldatíð sé líklegra að íbúar finni fyrir afhendingarskorti. Brugðist yrði við með því að stýra dreifingu þess heita vatns sem eftir væri jafnt um allt höfuðborgarsvæðið til að tryggja að einhver húshitun yrði til staðar alls staðar. Líklegt sé að grípa þyrfti við slíkar aðstæður til rafkyndingar í auknum mæli og greina þurfi hvort raforkuinnviðir á höfuðborgarsvæðinu ráði við stórfellda rafkyndingu.

Einnig sé til staðar neyðaráætlun komi til þess að vatnstökusvæði í Heiðmörk yrðu ónothæf vegna menguna í kjölfar eldvirkni:

„Hún gerir ráð fyrir að kalt vatn yrði flutt frá vatnsbóli Orku náttúrunnar í Engidal við Hengilinn í gegnum heitavatnslögnina frá Hellisheiði. Þetta er aðgerð sem ekki yrði gripið til nema í algjörri neyð þar sem hún myndi eðli málsins samkvæmt fela í sér skerðingu á heitavatnsflutningi frá Hellisheiði.“

Þegar kemur að afhendingaröryggi rafmagns segja þau að ef háspennulínur á Hellisheiði myndu fara úr rekstri að þá myndu Suðurnesjalína og tengivirki á Brennimel í Hvalfirði taka við en raforka til heimila yrði sett í forgang við slíkar aðstæður.

Grein Ingva, Sigrúnar, Hrefnu og Daða er hægt að nálgast í heild sinni hér.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“

Sauð upp úr hjá Dóru Björt og Ragnhildi Öldu – „Það er fáránlegt hvernig þú lætur. Þetta er alveg svakalegt með þig“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hera úr leik

Hera úr leik
Fréttir
Í gær

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands

Guðrún Karls Helgudóttir er nýr biskup Íslands
Fréttir
Í gær

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin

Borgin segir staðreyndavillur hafa verið í umfjöllun Kastljóss um lóðasamningana við olíufélögin
Fréttir
Í gær

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi

Dóttirin heyrði í skrímslum í herberginu sínu – Það reyndist ekki fjarri lagi
Fréttir
Í gær

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“

Sakar Katrínu um að svíkja börnin á Gaza – „Hennar skömm er sérstaklega mikil þar sem hún vissi betur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus

Sauð upp úr á bílastæði við Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“

Tómas segir mörgum spurningum ósvarað um lát sonar hans á Litla-Hrauni – „Ég skora á Pál Winkel að hafa samband við mig“