fbpx
Sunnudagur 02.nóvember 2025
Fókus

Snýr aftur í klámið eftir 15 ára fjarveru – Hætti til að verða hjúkrunarfræðingur

Fókus
Laugardaginn 30. mars 2024 21:30

Sadie Summers.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir rúmlega fimmtán árum síðan ákvað bandaríska konan Sadie Summers að segja skilið við klámiðnaðinn og verða hjúkrunarfræðingur.

Eftir rúman áratug í faginu ákvað hún að snúa aftur í klámið og segir þetta vera „besta starf í heimi.“

Sadie er 38 ára gömul. „Ég hef aldrei skammast mín fyrir að vera kynvera,“ segir hún. News.com.au greinir frá.

Ekki lengur DVD og tímarit

Margt hefur breyst síðan hún lék í klámmyndum.

„Nær allt sem ég lék í áður fyrr er aðeins hægt að finna á DVD eða í tímaritum, það var eiginlega ekkert á netinu þá. Þetta var öðruvísi tími,“ segir hún.

Mynd/Instagram @originalsadie

Sadie kom fram í 70 klámmyndum áður en hún yfirgaf iðnaðinn árið 2008.

„Ég vildi sanna fyrir mér og öðrum að ég gæti menntað mig,“ segir hún.

„Ég vann sem hjúkrunarfræðingur í mörg ár. Ég er enn með leyfi og tek vaktir hér og þar því mér þykir það gaman.“

Sadie og eiginmaður hennar stofnuðu OnlyFans-síðu þegar Covid skall á. „Maðurinn minn spurði síðan hvort ég hefði einhvern áhuga að vinna með öðrum klámstjörnum aftur. Mér fannst tilhugsunin mjög spennandi,“ segir hún.

Sadie left porn in 2008, after three years, to become a nurse. Picture: Sadie Summers

Í fyrra sneri hún svo aftur alveg í klámbransann og hóf að vinna fyrir klámframleiðslufyrirtæki.

„Það jafnast ekkert á við það að vera á tökustað, ég elska það. Það er eitthvað svo töfrandi við að búa til myndir,“ segir hún.

Sadie hefur þó engan áhuga að leika í klámmynd um hjúkrunarfræðinga, sem er mjög vinsæll flokkur. Hún er mjög eftirsótt í „MILF“ flokknum og segist ekki hafa áhyggjur af því að verða of gömul til að leika í klámi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart

Skilnaðarlögfræðingur um hvort karlar eða konur halda meira framhjá – Svarið gæti komið þér á óvart
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina

Allt annað að sjá Brad Pitt – Sjáðu myndina
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu

Patrekur klæddi sig upp sem Victoria‘s Secret fyrirsæta – Sjáðu hvernig hann fór að þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“