fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Gapandi hissa á ummælunum – „Maður skellti upp úr og hristi hausinn á sama tíma þegar maður hlustaði á þá vitleysu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Sunnudaginn 24. mars 2024 07:00

Frá æfingu Íslands í yfirstandandi landsleikjaglugga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði var fjarverandi í leiknum gegn Ísrael á dögunum vegna meiðsla. Jóhann Skúli Jónsson sagði í Dr. Football að það hafi kannski ekki verið alslæmt en ekki eru allir á sama máli.

Ísland vann Ísrael 4-1 og er komið í úrslitaleik við Úkraínu um sæti á EM. Ekki er ljóst hvort Jóhann Berg nái þeim leik.

„Við erum með alla þessa leikmenn. Kristian Nökkvi snertir til dæmis ekki grasið. Þetta var smá þannig að Jói Berg yrði að vera þarna og Age (Hareide landsliðsþjálfari) neitar að spila honum annars staðar en á miðjunni. Ef Jói Berg hefði verið með á miðjunni hefðum við verið með á bekknum byrjunarliðsmann í Ajax (Kristian Nökkva) og núna byrjunarliðsmann í Lille (Hákon Arnar Haraldsson). Þetta er gott dæmi um að hæfileikarnir okkar komast ekki allir inn á völlinn,“ sagði Jóhann í Dr. Football.

Þetta var tekið fyrir í hlaðvarpsútgáfu af Íþróttavikunni á 433.is og þar gaf Hörður Snævar Jónsson lítið fyrir þetta.

„Það var svolítið skondið að hlusta á Jóhann Skúla, afleysingakennara Hjörvars Hafliðasonar í Dr. Football, reyna að telja fólki trú um það að það hafi verið blessun í dulargervi að Jói hefði meiðst, það hefði bara hjálpað liðinu.

Maður skellti eiginlega upp úr og hristi hausinn á sama tíma þegar maður hlustaði á þá vitleysu. Ég veit ekki alveg á hvaða vegferð Valsarinn geðþekki er á þar,“ sagði Hörður og benti á reynsluna í Jóhanni Berg.

„90 landsleikir, eini leikmaðurinn í hópnum sem er að spila í erfiðustu deild í heimi. Þannig maður skellti upp úr.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi

Albert telur að verið sé að aumingjavæða unga íslenska drengi og tekur dæmi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings

Norðmaður sakaður um kynþáttaníð eftir að hafa sett út á andremmu andstæðings
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi

Southgate útilokar ekki að taka að sér starf á Englandi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“

Neville alls ekki sannfærður um leikmann United – „Hann er langt á eftir“
433Sport
Í gær

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri

Eru áhugasamir um Kane sem er opinn fyrir nýju ævintýri
433Sport
Í gær

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira

Balotelli fagnar því að þjálfari Mikaels hafi verið rekinn um helgina – Þolir ekki Vieira