fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Sjónvarpsstjarnan mælir alls ekki með Ozempic

Fókus
Fimmtudaginn 21. mars 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski leikarinn og sjónvarpsmaðurinn Stephen Fry kveðst ekki mæla með notkun Ozempic sem gagnast hefur mörgum í baráttunni gegn offitu. Fry opnaði sig um þetta í viðtali við Mirror.

Fry, sem er 66 ára, hefur lengi háð baráttu við aukakílóin og segir hann að árangurinn þegar hann byrjaði fyrst á lyfinu hafi verið stórkostlegur.

Eins og margir vita var lyfið upphaflega þróað gegn sykursýki en virka efni lyfsins, semaglutide, hefur hjálpað mörgum sem ekki glíma við sykursýki að léttast. Lyfið kom á bandarískan markað árið 2018 og var Fry einn af þeim fyrstu til að prófa lyfið.

Fry segir að lyfið hafi í fyrstu komið í veg fyrir langanir hans í óhollan mat og jafnvel áfengi, en með tímanum fór að bera á aukaverkunum sem gerðu honum lífið leitt.

„Á þessum tíma dvaldi ég í Bandaríkjunum og hafði lesið um lyfið. Ég spurði lækninn minn út í þetta og hann sagði að ég gæti prófað lyfið.“

Eftir að hafa notað Ozempic í eina viku eða tvær segir Fry að árangurinn hafi verið ótrúlegur. „Ég hugsaði með mér að þetta væri kraftaverki líkast. Mig langaði ekki í mat og ekki heldur áfengi og hélt að þetta yrði stórkostlegt.“

En svo fóru aukaverkanirnar að gera vart við sig. „Ég varð veikari og veikari og ég kastaði bókstaflega upp fjórum til fimm sinnum á dag. Ég gat þetta ekki,“ segir Fry sem hætti á lyfinu.

Meðal þekktra aukaverkana Ozempic eru einmitt ógleði, niðurgangur, kviðverkir og uppköst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki