fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

United gæti eytt 400 milljónum punda í sumar með því að selja Rashford og Greenwood

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 20. mars 2024 19:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United hefði um 400 milljónir punda til að eyða í leikmenn og laun ef félagið myndi selja Marcus Rashford og Mason Greenwood í sumar.

Sir Jim Ratcliffe eigandi Manchester United er að skoða hvernig málin liggja og hvað er hægt að gera í sumar.

FFP reglurnar eru þannig að með því að selja uppalinn leikmann þá kemur það inn sem hreinn hagnaður.

United gæti líklega selt Rashford fyrir 100 milljónir punda og Greenwood fyrir um 40 milljónir punda, báðir eru uppaldir.

Upphæðin sem kæmi inn sem hreinn hagnaður og félagið gæti svo keypt leikmenn fyrir háa upphæð sem deilist á lengd samnings þess leikmanns.

Þessar reglur eru umdeildar en svona virkar kerfið og hefur Chelsea til dæmis nýtt sér þetta.

Þetta er sögð ein af þeim sviðsmyndum sem Ratcliffe skoðar þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“

Hjörvar talar um afturhvarf til fortíðar og var pirraður að hlusta á – „Hann var að garga í eyrun á mér“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum

Setja það í forgang að fá Haaland á næstu árum