fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Ný bók um tvö af þekktustu morðmálum Íslandssögunnar komin út

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 13:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Háskóla Íslands kemur fram að út sé komin bókin Þessi frægu glæpamál: Morðin á Sjöundá og Illugastöðum. Það eru Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við Deild heimspeki, sagnfræði og fornleifafræði HÍ og Jón Torfason, fyrrverandi skjalavörður á Þjóðskjalasafni Íslands sem rita ítarlegan inngang og tóku saman heimildir sem eru gefnar út í heild sinni í fyrsta sinn í þessari bók. Útgefendur eru Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar og Háskólaútgáfan.

Í tilkynningunni segir að í bókinni birtist yfirheyrslur og héraðsdómar í tveimur frægustu morðmálum Íslandssögunnar, sem áttu sér stað á Sjöundá á Rauðasandi í Barðastrandarsýslu árið 1802 og Illugastöðum á Vatnsnesi í Húnavatnssýslu árið 1828. Þrátt fyrir mikla og tíða umfjöllun séu málin ekki vel þekkt af þeirri einföldu ástæðu að frumheimildir hafi ekki verið aðgengilegar á prenti. Umræða um málin hafi þar af leiðandi ýmist tekið mið af skáldsögum eða sagnaþáttum sem fremur byggi á sögusögnum en frumgögnum, þótt vitaskuld séu á því undantekningar.

Morðin á Jóni Þorgrímssyni, Guðrúnu Egilsdóttur, Natan Ketilssyni og Pétri Jónssyni og aftökur Bjarna Bjarnasonar, Friðriks Sigurðssonar og Agnesar Magnúsdóttur, að ógleymdum skyndilegum dauðdaga Steinunnar Sveinsdóttur, hafi vakið athygli á sínum tíma og áhugi á þessum atburðum hafi viðhaldist til þessa dags. Morðin og aftökurnar hafi blandast saman í huga almennings, sagnfræðinga og skálda en í þessari bók sé skilið á milli með þeim hætti að birt séu gögn um rannsókn málanna tveggja í héraði eftir skjölum í Þjóðskjalasafni Íslands, en ekki um aftökurnar. Mestum tíðindum sæti að sú gerð dómsins í Sjöundámálinu sem einkum hafi verið stuðst við í umfjöllun reynist vera fölsun.

Í inngangi bókarinnar sé atburðarás lýst í meginatriðum og meðferð málanna reifuð, en jafnframt vikið að síðari umfjöllun, skáldlegri sem fræðilegri; síðast en ekki síst verði varðveittum gögnum lýst nokkuð rækilega. Lesendur geti nú metið málsatvik og greint á milli þess sem satt er og logið í öðrum ritum eða öllu heldur á milli þess, sem rannsókn hafi leitt í ljós á sínum tíma, og þess sem aðrir hafi aukið við, hvort sem það sé byggt á heiðvirðum sögusögnum eða uppspuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli