fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Fjórir öflugir sem Ísland þarf að varast á morgun – Eins og Mbappe þegar hann er kominn á ferðina

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. mars 2024 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Á morgun mætir íslenska karlalandsliðið því ísraelska í undanúrslitum umspils um sæti á EM í Þýskalandi.

Þó Ísland eigi nokkuð góðan möguleika í leiknum er ljóst að verkefnið verður strembið, enda Ísrael með nokkra mjög sterka leikmenn.

Hér eru teknir saman fjórir sem Ísland þarf að varast í leiknum, sem hefst klukkan 19:45 annað kvöld hér í Búdapest.

Oscar Gloukh
19 ára mjög spennandi miðjumaður sem er á mála hjá RB Salzburg. Hann er fastamaður þar og spilaði til að mynda alla leiki liðsins í Meistaradeild Evrópu fyrir áramót. Red Bull félögin eru þekkt fyrir að fá til sín unga og efnilega leikmenn með möguleika á að ná langt og gæti Gloukh orðið einn af þeim.

Oscar Gloukh. Getty Images

Eran Zahavi
Frábær sóknarmaður með mikla reynslu. Þessi 36 ára gamli sóknarmaður er sennilega enn besti leikmaður Ísraela, eins og hann hefur verið undanfarin ár. Spilar með Maccabi Tel Aviv í heimalandinu.

Eran Zahavi. Getty Images

Anan Khalaili
Öskufljótur kantmaður Maccabi Haifa sem á framtíðina fyrir sér. Í samtali við undirritaðan líkti ísraelskur blaðamaður honum við Kylian Mbappe þegar hann er kominn á ferðina.

Getty Images

Muhammad Abu Fani
Öflugur miðjumaður Ferencvaros, sem spilar einmitt í Búdapest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina