fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Ísak bjartsýnn og nefnir af hverju – „Hjálpar mjög mikið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. mars 2024 20:00

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Ísak Bergmann Jóhannsson landsliðsmaður telur íslenska liðið eiga góða möguleika gegn Ísrael í leik liðanna á fimmtudag. Liðin mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM.

„Við hlökkum mikið til. Við spiluðum tvisvar við Ísrael í Þjóðadeildinni 2022 og ég tel möguleikana góða,“ sagði Ísak eftir æfingu landsliðsins í kvöld.

Var hann spurður nánar út í þessa tvo leiki árið 2022.

„Þá voru það bara við pjakkarnir. Nú erum við með Jóa, Alfreð, Gulla, Sverri. Bara fullt af landsleikjum. Við gátum alveg unnið Ísrael þá og nú erum við með reynslumeiri leikmenn, sem hjálpar mjög mikið.

Við höfum ekkert farið yfir þá (Ísrael) hérna en gerum það í kvöld eða á morgun. Þeir eru með mjög gott lið eins og flest lið sem eru á þessum stað núna, en mér finnst við vera með betra lið.“

Sem fyrr segir er Ísak fullur sjálfstrausts fyrir leikinn.

„Þetta snýst svolítið mikið um að halda markinu okkar hreinu en svo skorum við alltaf held ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“

Ronaldo með vísbendingar um endalokin – „Ég mun örugglega gráta“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins

Ronaldo hrósar Arsenal í hástert – Var nálægt því að fara til félagsins
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Er orðinn Sir David Beckham

Er orðinn Sir David Beckham
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“

Unnu skemmdarverk nálægt Anfield í nótt – „Rotta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir

Íslandsvinur lést í miðjum leik um helgina – Sjáðu atvikið þegar allir fengu þessar hræðilegu fréttir
433Sport
Í gær

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik

Van Dijk hefur engan áhuga á að tala við Trent fyrir leik
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“