fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Ísak bjartsýnn og nefnir af hverju – „Hjálpar mjög mikið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 18. mars 2024 20:00

Mynd/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Búdapest

Ísak Bergmann Jóhannsson landsliðsmaður telur íslenska liðið eiga góða möguleika gegn Ísrael í leik liðanna á fimmtudag. Liðin mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM.

„Við hlökkum mikið til. Við spiluðum tvisvar við Ísrael í Þjóðadeildinni 2022 og ég tel möguleikana góða,“ sagði Ísak eftir æfingu landsliðsins í kvöld.

Var hann spurður nánar út í þessa tvo leiki árið 2022.

„Þá voru það bara við pjakkarnir. Nú erum við með Jóa, Alfreð, Gulla, Sverri. Bara fullt af landsleikjum. Við gátum alveg unnið Ísrael þá og nú erum við með reynslumeiri leikmenn, sem hjálpar mjög mikið.

Við höfum ekkert farið yfir þá (Ísrael) hérna en gerum það í kvöld eða á morgun. Þeir eru með mjög gott lið eins og flest lið sem eru á þessum stað núna, en mér finnst við vera með betra lið.“

Sem fyrr segir er Ísak fullur sjálfstrausts fyrir leikinn.

„Þetta snýst svolítið mikið um að halda markinu okkar hreinu en svo skorum við alltaf held ég.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni