fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Gylfi ferðaðist ekki með liði Vals til Íslands en gæti spilað á miðvikudag

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 18. mars 2024 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Vals héldu heim á leið eftir vel heppnaða æfingaferð á laugardag en það vakti þó athygli að Gylfi Þór Sigurðsson var ekki með í för.

Gylfi samdi við Val á fimmtudag eftir að hafa æft með liði Vals í nokkra daga.

Gylfi hafði verið staddur á Spáni fyrir æfingaferðina og þurfti að fara aftur þangað sem hann hafði áður verið staðsettur.

Hlustaðu á ítarlegt einkaviðtal við Gylfa:
Valur lagði mikið á sig til að fá hann en FH bauð honum aldrei neitt – „Höfðu samband reglulega síðustu tólf mánuði“

Samkvæmt upplýsingum sem 433.is fékk er Gylfi hins vegar væntanlegur til landsins í dag og gæti spilað með Val gegn ÍA í undanúrslitum deildarbikarsins á miðvikudag.

Gylfi missir ekki af neinni æfingu hjá Val en Arnar Grétarsson þjálfari liðsins gaf tveggja daga frí eftir æfingaferðina.

Gylfi hefur ekki spilað fótbolta frá því í nóvember en hefur æft af krafti undanfarnar vikur og telur sig kláran í að taka þátt í leiknum á miðvikudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar

Birtir nektarmyndir í skugga fjaðrafoks og skilnaðar – Eiginmaðurinn fékk nóg vegna andlegs ferðalags hennar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld

Varpar sprengju fyrir stórleikinn á Anfield í kvöld
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Í gær

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Í gær

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina