fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Hlustaðu á ítarlegt einkaviðtal við Gylfa: Valur lagði mikið á sig til að fá hann en FH bauð honum aldrei neitt – „Höfðu samband reglulega síðustu tólf mánuði“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Val. Hann er spenntur fyrir því að koma og spila á Íslandi. Hann segir uppeldisfélag sitt FH, aldrei hafa boðið honum samning. Í ítarlegu viðtali við 433.is sem má lesa og heyra hér að neðan fer Gylfi yfir söguna. Hann segir einnig frá því að hann sé ekki í landsliðshópi Age Hareide sem kynntur er á morgun, hann er sár og svekktur með þá ákvörðun enda hefur Gylfi lagt mikið í sölurnar síðustu tvo mánuði með það eina markmiði að nýtast íslenska landsliðinu og hjálpa því að komast á Evrópumótið.

Við byrjuðum á að ræða aðdraganda þess að Gylfi skrifaði undir við Val í dag. „Hann var nú lengri en það, síðan síðasta sumar þegar ég æfði með þeim. Þeir höfðu áhuga og samband reglulega síðustu tólf mánuði, þeir hafa sýnt mikinn áhuga og verið reglulega í sambandi,“ segir Gylfi Þór um þá ákvörðun hans að skrifa undir hjá Val.

Gylfi hefur verið að glíma við meiðsli sem voru ein af ástæðum þess að í upphafi árs rifti hann samningi sínum við danska félagið, Lyngby.

„Planið var ekki að skrifa undir strax, aðalatriðið hjá mér var að verða aftur leikhæfur og losna við meiðslin sem ég hef verið með síðustu tvo mánuðina. Þegar ég var orðinn heill að þá hafði Valur samband, ég hef verið í sambandi við þá síðustu 2-3 vikurnar,“ segir Gylfi sem mætti í æfingaferð Vals á dögunum og þá fóru hjólin að snúast nokkuð hratt. Skrifaði hann undir samninginn í gær og staðfesti félagið svo fréttirnar í dag.

video
play-sharp-fill

En hvernig meiðsli hafa plagað þennan markahæsta leikmann í sögu landsliðins? „Þetta voru meiðsli í sin fyrir ofan aftanvert lærið, það tók gríðarlega langan tíma að losna við það. Ég er á góðum stað núna og líður mjög vel.“

Síðasta sumar æfði Gylfi með Val og segir að félagið hafi strax þá boðið honum samning. „Þeir höfðu samband strax og ég var byrjaður að æfa fótbolta aftur, þeir byrjuðu að bjóða mér á æfingar ef ég vildi og hafa samband ef ég vildi spila heima. Mig langaði alltaf að gefa því annan séns að spila erlendis og Freyr kom inn í það. Það var leiðinlegt hvernig þetta endaði hjá Lyngby að hafa meiðst og Freyr fór. Valur hefur verið í sambandi allar götur síðan.“

Vissi ekki hvort ferilinn væri búinn:

Mynd – Lyngby

Gylfi er mjög þakklátur fyrir tíma sinn í Lyngby, Freyr Alexandersson hætti sem þjálfari liðsins í upphafi árs og það hjálpaði til við þá ákvörðun Gylfa að slíta tengslum við félagið.

„Gríðarlega þakklátur, mjög gaman að spila leiki fyrir Lyngby og fá frábærar móttökur. Allt í kringum liðið var yndislegt, frábært fólk. Ég sé aldrei eftir því að hafa farið þangað, meiðslin og Freyr að fara. Svo var fjölskyldan sem tosaði mann til Íslands.“

Hann segir að á einhverjum tímapunkti hafi hann ekki vitað hvort ferilinn væri á enda því ekki var vitað hversu lengi hann yrði að jafna sig af meiðslunum.

„Það er erfitt að deala við meiðsli þar sem þú veist ekki hvort þetta séu tvær vikur eða þrír mánuðir, ég vissi ekki hvort þetta yrðu sex mánuðir og ferilinn kannski búinn. Mér finnst rosalega gott að vera kominn út úr þessu, æfa á fullu. Fyrst með Frikka sjúkraþjálfara, svo Fylki og svo Val. Ég finn þannig séð ekki fyrir neinu núna, þrátt fyrir aukið æfingaálag.“

Vinir í Val og Arnar er frábær þjálfari:

Gylfi á marga kunningja í Val í gegnum landsliðið og þekkir fleiri til. „Það er alltaf gott að þekkja leikmennina og átt bara vini í liðinu, gott að koma inn í hópinn þar sem þér líður ekki strax sem nýjum leikmanni. Það spilaði stórt hlutverk.“

Hann er afar sáttur með Arnar Grétarsson þjálfara liðsins og segir leikmenn Vals fara fögrum orðum um hann. „Mjög vel, gerði það líka síðasta sumar þegar ég æfði með þeim. Þekkt til hans í mörg ár, bara ekta þjálfari. Mjög góður og með mikla reynslu, strákarnir tala líka vel um hann.“

Uppeldisfélagið bauð honum aldrei samning:

Margir svekktir FH-ingar hafa skrifað á veraldarvefinn í dag, þeir hefðu viljað fá besta leikmann sem FH hefur búið til aftur til félagsins. En Gylfi segir það aldrei hafa staðið til boða, FH hafi aldrei boðið honum samning.

„Ef við tölum hreint út, nei. Því miður, þeir buðu mér á æfingar hjá þeim en höfðu aldrei samband varðandi að spila fyrir þá eða með samning. Síðustu vikurnar og mánuðina þá stóð það aldrei til boða,“ segir Gylfi en vill ekki gefa upp við hvaða önnur íslensk félög hann ræddi.

Samkvæmt heimildum 433.is hafði Víkingur mikinn áhuga á að fá hann og KR sem bauð Gylfa mjög veglegan samning.

„Þetta voru nokkur, maður þarf ekkert að tala um það. Ég valdi Val og er mjög ánægður með og get talað mikið um þá,“ segir Gylfi léttur.

DV/KSJ

Gríðarlega svekktur með ákvörðun Hareide:

Eins og segir í upphafi fréttarinnar, þá er Gylfi Þór ekki í landsliðshópi Íslands á morgun. Liðið er á leið í leiki um laust sæti á EM í næstu viku. Gylfi getur ekki farið í felur með þau vonbrigði að vera ekki með en Age Hareide kynnti honum þessa ákvörðun í síðustu viku.

„Það eru gríðarleg vonbrigði, það er ein af stóru ástæðunum af hverju ég hef verið að halda áfram að spila. Ég hef alltaf notið mín mest með landsliðinu og spila fyrir Ísland. Það var eina ástæðan síðustu mánuði að ég reyndi og reyndi að vera klár fyrir þessa leiki, það hafðist fyrir rest. En því miður er ég ekki í hópnum,“ segir Gylfi sem segist í betra standi en síðasta haust þegar Hareide valdi hann.

„Ég hefði treyst mér til þess, mér finnst ég í betra standi en gegn Liechenstein síðasta haust þrátt fyrir smá meiðsli. Mér líður betur, líkamlega. Er sterkari í löppunum og þetta er ekki sami langi tími þessir tveir mánuðir án fótbolta og fyrir landsleikina síðasta haust. Ég hefði meira en treyst mér til að vera með landsliðinu.“

Getur Gylfi leyft okkur að dreyma á nýjan leik?

Hann segist hafa lagt allt í sölurnar til þess að geta hjálpað land og þjóð að komast inn á Evrópumótið „Ég hef æft á fullu, þó að það hafi verið tveir mánuðir án þess að spila þá hef ég verið að æfa eða í sjúkraþjálfun á hverjum einasta degi til að ná þessum leikjum en svona er þetta.“

Hann vill þó ekki fara á nákvæman hátt út í samskipti sín við Hareide. „Ég vil ekkert vera að ræða það hvernig samskiptin voru, hann tilkynnti mér að hann ætlaði ekki að velja mig.“

Þrátt fyrir vonbrigðin vonast Gylfi til þess að vera mættur í landsliðið innan tíðar. „Auðvitað, þetta er ein stærsta ástæða þess að maður er enn í fótboltanum. Maður hefur gaman af því að spila fótbolta en það jafnast ekkert á við það að spila fyrir hönd Íslands.

Gylfi Þór snéri aftur í landsliðið síðasta haust eftir rúm tvö ár frá liðinu. Hann segir aldrei gleyma þeim móttökum sem hann fékk frá þjóðinni þegar hann bætti markametið fyrir landsliðið.

„Það er líka bara ein af þeim tilfinningum sem mig langar að upplifa aftur, móttökurnar sem ég fékk. Það er stór ástæða þess að ég er í fótbolta áfram, það er gríðarlega svekkjandi að vera ekki í hópnum,“ segir Gylfi að lokum.

Viðtalið má heyra í heild hér efst í fréttinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur

Horfðu á splunkunýjan þátt af Íþróttavikunni þar sem Sævar Atli er gestur
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni

Svona er lið umferðarinnar í Meistaradeildinni
433Sport
Í gær

Sancho elskar lífið hjá Chelsea

Sancho elskar lífið hjá Chelsea
433Sport
Í gær

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa

Samfélagsmiðlastjörnu bjargað af fjölskylduhundinum eftir atlögu innbrotsþjófa
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“
433Sport
Í gær

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga

Eyðir X síðu sinni nú þegar rannsókn er hafin á færslum hans um gyðinga
Hide picture