fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Æfði með Gylfa á Spáni og segir þetta um ástand hans – Fékk tíðindi í síðustu viku sem breyttu því hvernig hann hugsaði

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 14. mars 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis segir að það hafi verið magnað að æfa með Gylfa Þór Sigurðssyni á Spáni í síðustu viku. Gylfi æfði með Fylki áður en hann hélt til Vals og samdi við liðið.

Gylfi skrifaði undir samning við Val í gær og félagið staðfesti komu hans í gær.

„Það er bara mjög gott, við vorum tvisvar saman í liði. Hann leit fáránlega vel út, tók fjórar æfingar með okkur,“ segir Ragnar Bragi í hlaðvarpsþættinum, Gula Spjaldið.

Þrátt fyrir að hafa fylgst með Gylfa í mörg ár þá kom það Ragnari á óvart hversu góður Gylfi er. „Það kom mér á óvart hversu ógeðslega góður hann er í fótbolta, fórum í skotæfingu og ég hef aldrei séð svona.“

Stefán Karlsson

Ragnar segir að Gylfi Þór hafi fengið þær fréttir þegar hann var að æfa með Fylki að hann yrði ekki í landsliðshópnum sem verður kynntur á morgun.  Hann segir að þá hafi Gylfi farið að endurhugsa hlutina.

„Honum vantar spilform, hann lendir í því þegar hann er að æfa með okkur kemur í ljós að hann er ekki í landsliðshópnum. Hann sagði sjálfur að þá ætlaði hann að endurhugsa hlutina, hvað hann ætli að gera.“

„Hann ætlaði að nýta ferðina með okkur og Val til að koma á góðu skriði inn í landsleikina og skoða svo hvaða skref hann tæki.“

Ragnar Bragi segir að Gylfi hafi komið sér vel fyrir sjónir. „Hann var miklu léttari en ég hélt sem náungi, hann var í góðu formi og tók þátt í öllu nema á fyrstu æfingunni. Valur er að fá geðveikan leikmann.“

„Maður öfundar leikmennina í Val að fá að æfa með honum, svona kalíber lyftir öllu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga

Lúðvík valdi hóp U21 árs landsliðsins – Stýrir liðinu tímabundið á meðan leitað er að arftaka Ólafs Inga
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands

Spilaði í Meistaradeildinni í gær en kemst ekki í U21 árs landslið Íslands
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér

Þetta er það dýrasta sem Cristiano Ronaldo hefur nokkurn tímann keypt sér
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn

Jóhann Berg snýr aftur í landsliðshópinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“

Ronaldo ómyrkur í máli er hann ræddi málefni Manchester United – „Við verðum að vera hreinskilin“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað

Ungstirnið á förum í janúar – Virðist búinn að velja áfangastað
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“

Ronaldo uppljóstrar um leyndarmál á bak við trúlofunina – „Þá komu börnin mín inn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans

Sjáðu harkalegar möttökur sem Trent fékk á Anfield og viðbrögð hans