fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Þetta eru úrvalsdeildarfélögin sem höfnuðu því að dreifa peningum í neðri deildirnar

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 13. mars 2024 11:02

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tíu ensk úrvalsdeildarfélög höfnuðu í upphafi vikunnar samningi um að hluta tekna félaga í ensku úrvalsdeildinni yrði dreift niður til neðri deilda. Breska blaðið Daily Mail kveðst hafa undir höndum upplýsingar um hvaða félög ræðir.

Með samningnum hefðu rúmlega 900 milljónir punda dreifst niður fótbolta-pýramídann á Englandi, það er að segja neðri deildir.

Hins vegar höfnuðu tíu félög af tuttugu í ensku úrvalsdeildinni þessu á mánudaginn. Samkvæmt Daily Mail er um að ræða Arsenal, Chelsea, Tottenham, Liverpool, West Ham, Aston Villa, Wolves, Nottingham Forest, Crystal Palace og Bournemouth. Fjórtán félög hefðu þurft að samþykkja til að samningurinn hefði orðið að veruleika.

Guardian greinir þá frá því að breska ríkisstjórnin sé mjög hissa á niðurstöðunni. Lucy Frazer, menningarmálaráðherra, hefur talað fyrir því að samningurinn verði samþykktur.

Svo gæti farið að yfirvöld beiti sér nú í málinu en félögin sem höfnuðu samningnum telja ekki rétt að láta fjármuni af hendi til félaga sem gætu keypt við þau á einhverjum tímapunkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér

Sjáðu myndbandið – Gavi ósáttur með Yamal og skipaði honum að setjast hjá sér
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur

Hegðun Ronaldo um helgina vekur furðu – Var í vondu skapi þrátt fyrir sigur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Í gær

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“

Skrif Gunna Helga um vælukjóa frá Akureyri vekja athygli – „Skiptir auðvitað engu máli núna“
433Sport
Í gær

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool

Ætlar ekki að sætta sig við það að vera varaskeifa hjá Liverpool