fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Nýtt lag Ísrael lítur dagsins ljós – Við getum sýnt allt sem við erum að upplifa, allt sem landið er að ganga í gegnum, á þessum þremur mínútum“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 11. mars 2024 14:00

Eden Golan flytur lagið umdeilda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísrael hefur birt nýja útgáfu af framlagi sínu í Eurovision keppninni, sem fram fer í Malmö í maí. Var þeim bannað að nota upphaflega textann vegna pólitískrar skírskotunar.

Lagið, sem sungið er af Eden Golan, hét upphaflega „October Rain“ og vísaði til árása Hamasliða frá Gasa á Ísrael þann 7. október síðastliðinn. Í texta þess stóð meðal annars:

„Þeir sem skrifa söguna, standa með mér, horfðu í augu mín og sjáðu, fólk hverfur en segir ekki bless.“

Framkvæmdastjórn Eurovision, EBU, gerði athugasemdir við textann og hótaði að vísa Ísraelum úr keppninni myndu þeir ekki breyta framlagi sínu. Um tíma leit út fyrir að Ísrael myndi draga sig úr keppninni en að lokum sættist ísraelska ríkisútvarpið, KAN, á að breyta textanum.

Núna heitir lagið „Hurricane“ og allar pólitískar tengingar hafa verið hreinsaðar úr textanum.

Hafi aukna þýðingu

„Ég er að keppa á erfiðu ári. En á hinn bóginn þá langar mig enn meira til að koma fram fyrir landið mitt, út af þýðingu þess, þetta hefur aukið vægi. Við getum sýnt allt sem við erum að upplifa, allt sem landið er að ganga í gegnum, á þessum þremur mínútum. Að tala til heimsins í gegnum lagið,“ sagði Golan þegar nýi textinn var opinberaður á sunnudagskvöld.

Auk lagsins með hinum nýja texta sýndi KAN heimildarmynd um vandkvæði Ísraela við að keppa í Eurovision í gegnum árin og sérstaka öryggisgæslu sem keppendur þeirra þurfa að hafa.

EBU samþykkti sérósk Ísraela um að þeir fengju að flytja lag sitt í seinni undankeppninni, fimmtudaginn 9. maí. Var það gert til þess að Ísraelar þyrftu ekki að halda æfingar fyrr um vikuna þegar þeir halda upp á minningardag um helförina. Ísland á að keppa þriðjudaginn 7. maí.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli