fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433Sport

Þungur rekstur í Kaplakrika á síðasta ári – Skammtímaskuldir yfir 100 milljónir

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 6. mars 2024 10:30

Frá Kaplakrikavelli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild FH var rekinn með um 15 milljóna króna halla á síðasta ári en taprekstur ársins á undan var svipaður.

Ljóst er að á ársreikningum knattspyrnudeilda að reksturinn á síðasta ári var þungur, þannig var tap á rekstri Stjörnunnar, Víkings og HK svo dæmi séu tekin af þeim reikningum sem hafa verið birtir.

Meira:
Taprekstur í Garðabæ vekur athygli – Tekjur jukust gríðarlega en launakostnaður rauk upp
Titlarnir í Fossvoginn komu ekki ókeypis – Laun hækkuðu mikið og tapið á rekstrinum var 16 milljónir
Blómlegur rekstur á Akranesi – Hagnaður síðasta árs var 88,2 milljónir og eru líklega Hákoni að þakka
Gríðarlegur viðsnúningur í rekstrinum á Hlíðarenda – Laun lækkuðu og hagnaðurinn var mikill
Sjáðu mikið tap á rekstri HK

Tekjur knattspyrnudeildar FH voru rúmar 570 milljónir á síðasta ári og hækkuðu um rúmar 70 milljónir á milli ára. Um er að ræða rekstur meistaraflokka og yngri flokka.

Launakostnaður deildarinnar hækkaði um fimm milljónir á milli ára og var 196 milljónir á síðasta ári.

Rekstrarkostnaður unglingaráðs hækkar nokkuð á milli ára eða um 22 milljónir og var 217 milljónir.

Undir liðnum annar rekstrarkostnaður er svo gríðarleg hækkun, var hann 159 milljónir árið 2023 en árið á undan 113 milljónir.

FH keypti leikmenn fyrir tíu milljónir á síðasta ári en seldi leikmenn fyrir rúmar 30 milljónir.

Skammtímaskuldir félagsins eru rúmar 100 milljónir og þar af eru tæpar 39 milljónir í yfirdrátt á tékkareikningum.

Ársreikninginn má sjá hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina