fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
433Sport

UEFA birtir myndband þar sem nýtt fyrirkomulag á Meistaradeildinni er útskýrt

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 4. mars 2024 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt um nýtt og flóknara fyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. UEFA birti í dag myndband þar sem þetta fyrirkomulag er útskýrt.

Frá og með næstu leiktíð verða ekki lengur 32 lið í Meistaradeild Evrópu og þeim skipt í átta fjögurra liða riðla. Þess í stað taka 36 lið þátt, er þeim skipt í fjóra styrkleikaflokka. Liðin spila svo átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli. Mæta þau tveimur liðum úr öllum styrkleikaflokkum.

Liðin í sætum 1-8 fara svo beint í 16-liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum og lið í sætum 25-36 verða úr leik. Frá og með 16-liða úrslitum er keppnin svo eins og þekkist nú.

Svipaðar breytingar verða á hinum tveimur Evrópukeppnunum í karlaflokki, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.

Með þessu vonast UEFA til að hver leikur og hvert stig skipti meira máli og að fleiri jafnari leikir verði á dagskrá.

Þetta er nánar útskýrt í meðfylgjandi myndbandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Eiga í viðræðum við Liverpool

Eiga í viðræðum við Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafa rætt við leikmann Liverpool

Hafa rætt við leikmann Liverpool
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum

Laumuðust inn í skjóli nætur og skildu þessa mynd eftir í Kópavoginum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Íslenskir dómarar um alla Evrópu

Íslenskir dómarar um alla Evrópu
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Staðfesta komu Xhaka

Staðfesta komu Xhaka
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Danirnir kynna Jóhannes til leiks

Danirnir kynna Jóhannes til leiks
433Sport
Í gær

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið

Everton þriðja félagið sem selur kvennaliðið
433Sport
Í gær

Lengjudeildin: Njarðvík enn taplaust – Ragnar Bragi fékk rautt í enn einu tapinu

Lengjudeildin: Njarðvík enn taplaust – Ragnar Bragi fékk rautt í enn einu tapinu
433Sport
Í gær

Hafa ekki upplifað annað eins í 120 ár

Hafa ekki upplifað annað eins í 120 ár
433Sport
Í gær

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho

Leikmaður Liverpool hafnaði Mourinho