fbpx
Mánudagur 13.maí 2024
433Sport

UEFA birtir myndband þar sem nýtt fyrirkomulag á Meistaradeildinni er útskýrt

Helgi Sigurðsson
Mánudaginn 4. mars 2024 17:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikið hefur verið rætt um nýtt og flóknara fyrirkomulag í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. UEFA birti í dag myndband þar sem þetta fyrirkomulag er útskýrt.

Frá og með næstu leiktíð verða ekki lengur 32 lið í Meistaradeild Evrópu og þeim skipt í átta fjögurra liða riðla. Þess í stað taka 36 lið þátt, er þeim skipt í fjóra styrkleikaflokka. Liðin spila svo átta leiki, fjóra á heimavelli og fjóra á útivelli. Mæta þau tveimur liðum úr öllum styrkleikaflokkum.

Liðin í sætum 1-8 fara svo beint í 16-liða úrslit, liðin í sætum 9-24 fara í umspil um sæti í 16-liða úrslitum og lið í sætum 25-36 verða úr leik. Frá og með 16-liða úrslitum er keppnin svo eins og þekkist nú.

Svipaðar breytingar verða á hinum tveimur Evrópukeppnunum í karlaflokki, Evrópudeildinni og Sambandsdeildinni.

Með þessu vonast UEFA til að hver leikur og hvert stig skipti meira máli og að fleiri jafnari leikir verði á dagskrá.

Þetta er nánar útskýrt í meðfylgjandi myndbandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

75 ára en getur ekki sagt skilið við boltann

75 ára en getur ekki sagt skilið við boltann
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Bayern fékk höfnun frá Crystal Palace – Eftirsóttur eftir ótrúlegan árangur

Bayern fékk höfnun frá Crystal Palace – Eftirsóttur eftir ótrúlegan árangur
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

13 ára Palmer sendi skilaboð á leikmann Chelsea – Sjáðu hvað hann skrifaði

13 ára Palmer sendi skilaboð á leikmann Chelsea – Sjáðu hvað hann skrifaði
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Romano segir að Andri Lucas sé eftirsóttur af mun stærra félagi

Romano segir að Andri Lucas sé eftirsóttur af mun stærra félagi