Casemiro, leikmaður Manchester United, var töluvert gagnrýndur í gær á meðan leikur Fulham og Manchester United stóð yfir.
Casemiro byrjaði leikinn fyrir United en fór af velli á 53. mínútu seinni hálfleiks vegna höfuðmeiðsla.
Miðjumaðurinn ákvað að skipta á treyjum við framherjann Rodrigo Muniz eftir að dómarinn hafði flautað fyrri hálfleik af.
Það er yfirleitt ekki vinsælt á meðal stuðningsmanna og fékk Brasilíumaðurinn töluvert skítkast eftir atvikið.
,,Er Casemiro í alvöru að skiptast á treyjum í hálfleik? Útaf með hann,“ skrifaði einn og bætir annar við: ,,Þetta er sannkallaður ‘sigurvegari,’ þvílíka bullið.“
Mynd af þessu má sjá hér.