Andri Geir Gunnarsson og Vilhjálmur Freyr Hallsson, þáttastjórnendur hlaðvarpsis vinsæla Steve Dagskrá, voru gestir Íþróttavikunnar sem kemur út alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson stýrði þættinum.
Aron Jóhannsson skrifaði á dögunum undir nýjan samning hjá Val eftir miklar vangaveltur um framtíð hans. Var hann orðaður við Breiðablik sem bauð í hann.
„Mér finnst allt þetta mál skrýtið. Ég skil ekki af hverju þeir leyfa þessari umræðu að eiga sér stað. Þetta er Aron Jó. Borgið honum bara,“ sagði Vilhjálmur.
Rætt var um málefni Vals yfirhöfuð og komandi leiktíð, þar sem Valur ætlar sér stóra hluti. Andri benti á að pressan á liðið aukist með umræðu um atvinnumannaumhverfi á Hlíðarenda, þar sem til að mynda er æft á morgnanna.
„Þetta býr bara til meiri pressu. Svo ertu að keppa við lið sem æfir bara klukkan hálf fimm, enginn hádegismatur. Þá finnst manni það smá lélegt.“
Umræðan í heild er í spilaranum.