fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Lýtalæknar græða á aukaverkun vinsæla megrunarlyfsins – Þetta er „Ozempic andlitið“

Fókus
Föstudaginn 23. febrúar 2024 12:38

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auknar vinsældir svokallaða töfralyfsins Ozempic hefur ýmsar aukaverkanir en það er ein sem kemur sér vel fyrir lýtalækna.

Ozempic var þróað sem lyf í baráttu gegn sykursýki en hefur reynst byltingarkennt sem megrunarlyf.

Fólk sem notar lyfið er oft að grennast hratt og mikið og hefur þurft að leita til lýtalækna til að vinna gegn því sem er kallað „Ozempic andlitið.“

Í viðtali við Los Angeles Times sagði Jeniffer Brown, 47 ára, að hana hafi langað í „Ozempic líkamann“ en ekki „Ozempic andlitið.“ Hún fékk bæði.

Hún missti 18 kíló á einu ári án þess að breyta mataræði sínu eða hreyfa sig meira en áður. Henni leið vel í eigin skinni en hafði áhyggjur þegar hún leit í spegilinn. Hún hafði misst mikla fitu víðs vegar um líkamann en það sást mest í andlitinu. Húðin var mjúk og laus, allar hrukkur dýpri og kinnarnar mjög sokknar.

„Ég hef eytt mestum tíma í andlitið. Það er eins og bráðið kerti,“ sagði Brown við LA Times.

Hún lét einnig taka lausa húð af handleggjum og kvið.

„Þetta er algjör draumur að léttast svona hratt þar til þú þarft að eyða 3,5 milljónum í fegrunaraðgerðir og þú þarft að fara að láta sprauta fylliefni í andlitið þitt á þriggja mánaða fresti,“ sagði Brown.

Dr. Alan Matarasso er lýtalæknir í Manhattan og segir að hann heyri nær daglega frá sjúklingum: „Andlitið mitt hefur breyst. Ég er á þessu lyfi og vil gera eitthvað í þessu.“

„Manneskja sem er líklegri til að taka Ozempic er einhver sem hefur áhyggjur af þyngd sinni, og þessi sama manneskja hefur áhyggjur af útliti sínu og er því líklegri til að leita til lýtalækna,“ sagði Dr. John Diaz, lýtalæknir í Beverly Hills, við LA Times.

„Ef þú léttist hægt og rólega þá nær húðin að fylgja með og dragast saman en þegar fólk léttist eins hratt og það er að gera á Oxempic, þá nær húðin ekki að halda við breytingarnar.“

Lestu umfjöllun Los Angeles Times um málið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli