fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Fókus

Eiga ársgamla fimmbura og von á barni í júlí – „Ef ég ræð við 5, get ég höndlað 6“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 23. febrúar 2024 16:30

Mynd: People

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Von er á sjötta barni hjónanna Haylee og Shawn Ladner í heiminn í júlí, 17 mánuðum eftir að fimmburarnir þeirra fæddust í febrúar 2023.

Foreldrarnir ætluðu sér ekki að eignast fleiri börn, en í viðtali við People segir Haylee að hún gæti hafa gleymt að taka pilluna í desember þegar þrjú barnanna voru lögð inn á sjúkrahús með lungnabólgu. „Við vorum ekki að reyna að eignast fleiri börn og ég var á getnaðarvörn,“ segir Haylee. „Ég var viss um að það yrði neikvætt,“ segir Haylee  og vísar til þungunarprófsins sem hún tók skömmu síðar.

Von er á dóttur, en fyrir eru systurnar fjórar Adalyn Elizabeth, Everleigh Rose, Malley Kate, Magnolia Mae og bróðirinn Jake Easton. 

Mynd: People

Vegna veikinda barnanna í desember tók það hjónin smá tíma að meðtaka það fyrir alvöru að von væri á einu barni í viðbót. „Fyrir það fyrsta var ég virkilega, virkilega þreytt, en ég gerði bara ráð fyrir að það væri vegna þess að ég á fimm börn! Auðvitað er ég þreytt! Og skrifaði það á barnafjöldann, en ekki þungun.“

Þegar hún sagði eiginmanninum frá jákvæðu þungunarprófi sínu var hann líka í afneitun. „Hann klæddi sig í jakkann og ég var bara: „Hvert ertu að fara?“ „Út í búð að kaupa fleiri þungunarpróf,“ segir Haylee og hlær. „Auðvitað voru þau jákvæð líka.“

Hjónin voru þó fljót að ná sér af sjokkinu sem þau fengu í fyrstu og bíða nú spennt eftir dótturinni. „Þetta var pínu ógnvekjandi í fyrstu, vegna þess að þau verða svo nálægt í aldri, en ef ég get séð um fimm, þá get ég séð um sex!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
Fókus
Fyrir 2 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!

Heima Heimaey, partýtryllir sumarsins!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur

Stebbi Hilmars búinn að fá nóg af orðinu „gaslýsing“ og leggur til fjölmörg önnur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja

Ertu þyngri eftir helgina? – Þetta hefur Ragnhildur um það að segja
Fókus
Fyrir 4 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“