fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
EyjanFastir pennar

Svarthöfði skrifar: Appelsínugul viðvörun í Valhöll

Svarthöfði
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir virðist hafa varpað sprengju inn í herbúðir sjálfstæðismanna með því að benda á hið augljósa í síðustu viku. Innflytjendamál á Íslandi eru í ólestri, þau eru ósjálfbær, og Sjálfstæðisflokkurinn hefur engum tökum náð á þessum málaflokki þrátt fyrir að flokkurinn hafi farið með málefni innflytjenda í ríkisstjórn síðustu 11 árin. Raunar má segja að vandinn hafi orðið til í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Kristrún benti réttilega á að vitaskuld verða að vera landamæri í gildi ef reka á velferðarríki.

Svarthöfði tekur eftir því að viðbrögð manna við þessum ummælum Kristrúnar eru æði misjöfn. Á meðan þingmenn Miðflokksins fagna ummælum formanns Samfylkingarinnar virðist sem búið sé að gefa út appelsínugula viðvörun í Valhöll og eru nú allir sótraftar á sjó dregnir þar á bæ til að túlka orð formanns Samfylkingarinnar ofan í fáfróðan pupulinn og útskýra fyrir honum að nú leiki allt á reiðiskjálfi innan þess flokks vegna þess að um mikla stefnubreytingu sé að ræða, hreinlega u-beygju. Allt er til vinnandi til að almennir kjósendur kveiki ekki á því að staðan í innflytjendamálum er skuldlaust og þinglýst á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins

Sjálfur ritstjóri Morgunblaðsins skynjar hættuna sem Sjálfstæðisflokknum stafar af því að Kristrún skuli tala tæpitungulaust um að innflytjendamálin, sem Sjálfstæðisflokkurinn ræður bersýnilega engan veginn við, séu komin í þá stöðu að bregðast þurfi við. Þá heggur Svarthöfði eftir því að Óli Björn Kárason þingmaður skrifar langa fabúleringu um það í Morgunblaðið í dag að eldar logi innan Samfylkingarinnar, hver höndin upp á móti annarri, allt vegna orða Kristrúnar.

Eldsvoðinn er reyndar ekki meiri en svo að þrír fyrrverandi formenn flokksins hafa stigið fram og bent á að í orðum Kristrúnar felist alls engin stefnubreyting. Þá hefur reyndasti og virtasti stjórnmálaskýrandi þjóðarinnar, Ólafur Þ. Harðarson, einnig lýst því mati sínu að ekki sé hægt að lesa stefnubreytingu út úr orðum formanns Samfylkingarinnar.

Óli Björn reynir reyndar að gera lítið úr mati Ólafs Þ. með því að segja hann hafa stórt „Samfylkingar-hjarta“. Harðarson er snöggur til svars á Facebook og segist löngum hafa varað menn við því að stjórnmálafræðin geti ekki rannsakað hjörtun eða nýrun í einstökum stjórnmálamönnum. „Held að það eigi líka við um fræðimenn …“ skrifar stjórnmálafræðiprófessorinn og setur broskarl á eftir. Bætir því svo við að hann hafi aldrei verið í Samfylkingunni.

Svarthöfði áttar sig vel á því að ráðandi öfl í Valhöll eru engir bjánar. Ráðamenn þar á bær sjá í hendi sér að með því að Kristrún Frostadóttir tekur af skarið og stillir Samfylkingunni fram sem ábyrgum flokki sem ekki muni víkja sér undan því að taka skynsamlegar en erfiðar ákvarðanir í málefnum innflytjenda – málaflokki sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur í tíð þessarar ríkisstjórnar leyft Vinstri grænum að stýra í raun – veitir hún Sjálfstæðisflokknum svöðusár sem líklegt er að auki enn á fylgistap flokksins, en fylgi hans virðist nú vera að festast undir 20 prósentum. Nú getur fylgið ekki bara lekið frá flokknum til Miðflokksins á hægri vængnum heldur líka út á miðjuna og til vinstri til Samfylkingarinnar.

Svarthöfði spáir því að þetta útspil Kristrúnar muni falla kjósendum vel í geð og styrkja Samfylkinguna enn, hvað sem líður skammtímaáhrifum sem öfugmælavísur frá helstu pennum Valhallar kunna að hafa.

Svarthöfði býst því við að appelsínugula viðvörunin, sem nú er í gildi í Valhöll, verði fyrr en varir uppfærð í rauða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá

Svarthöfði skrifar: Fólk er ekki fífl – það skilur sérhagsmunina þegar það sér þá
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða

Sigmundur Ernir skrifar: Ísrael hefur sagt sig úr samfélagi siðaðra þjóða
EyjanFastir pennar
11.07.2025

Alþingi leyst úr gíslingu

Alþingi leyst úr gíslingu
EyjanFastir pennar
11.07.2025

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri

Nína Richter skrifar: Júlí á Þingeyri
EyjanFastir pennar
04.07.2025

Nína Richter skrifar: Óvinir!

Nína Richter skrifar: Óvinir!
EyjanFastir pennar
02.07.2025

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu

Svarthöfði: Óhamingjusamur málþófsmaður í prívat hagsmunagæslu