fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025
433Sport

Beckham harðlega gagnrýndur fyrir orðavalið á verðlaunahátíðinni – ,,Ert að sleikja upp Bandaríkjamenn“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

David Beckham fékk ansi mikið skítkast seint á sunnudaginn er hann sá um að veita verðlaun á BAFTA verðlaunahátíðinni í Bretlandi.

Um er að ræða kvikmyndaverðlaun en Beckham gerði garðinn frægan sem fótboltamaður bæði á Englandi og á Spáni.

Undanfarin ár hefur Beckham verið búsettur í Bandaríkjunum en hann er eigandi Inter Miami þar í landi.

Beckham talaði örstutt um fótbolta á hátíðinni og notaði orðið ‘soccer’ frekar en ‘football’ en það fyrrnefnda er notað í Bandaríkjunum.

Þetta fór ekki vel í marga Breta sem létu Beckham svo sannarlega heyra það á samskiptamiðlum í kjölfarið.

,,Þarna ertu! Þú ert að sleikja upp Bandaríkjamennn með þessu orðtaki, þú ert enskur,“ skrifaði einn og bætir annar við: ‘Ekki tala svona, ekki dirfast tala svona, Guð minn almáttugur.’

Beckham spilaði einnig um tíma í Bandaríkjunum með LA Galaxy áður en hann hélt til Ítalíu og svo Frakklands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld

Ísland má ekki tapa gegn Sviss í kvöld
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni

Myndband: Íslensk yfirtaka í svissnesku höfuðborginni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Calvert-Lewin á Old Trafford?

Calvert-Lewin á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“

Máni í Sviss: „Ótrúlega góðs viti að íslenska kvennalandsliðið sé að valda þjóðinni vonbrigðum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal

Zubimendi staðfestur hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð

Sjáðu óhugnanlegt atvik í stórleiknum í gær – Illa farinn eftir ljótt samstuð