fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Hjörvar segir Vigni vera eins og búningastjóra KSÍ frekar en formannsefni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football talar fyrir þvi að Þorvaldur Örlygsson eða Guðni Bergsson verði næsti formaður KSÍ. Þeir berjast um stólinn við Vigni Má Þormóðsson.

Kosið verður til formanns á laugardag á ársþingi KSÍ.

Guðni fékk mikla lofræðu í þætti dagsins en hann sagði af sér sem formaður KSÍ haustið 2021. „Toddi líka góður og Vignir ábyggilega líka, þú þarft að vera með mann sem getur hitt forseta portúgalska sambandsins. Toddi er með feril eins og Guðni,“ segir Hjörvar Hafliðason.

Þorvaldur og Guðni eru fyrrum atvinnumenn og landsliðsmenn á meðan Vignir hefur starfað í kringum fótboltann um langt skeið og sat í stjórn KSÍ í tólf ár.

Hjörvar segir að Vignir yrði líkur Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. „Svo er Vignir, Vigginn er eins og körfuboltinn sem bjó sér til sinn formann í Hannesi. Vignir væri eins og hann,“ sagði Hjörvar.

„Vignir er kannski ekki stærsti karakterinn í bransanum, Vignir hefur þetta ekki sem Guðni og Toddi hafa. Þú myndir finna fyrir því þegar þeir labba inn í herbergið.“

„Vignir er eflaust yndislegur en er eins og búningastjóri frekar en formaður sambandsins,“ sagði Hjörvar einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“

Lögreglan á Spáni tjáir sig um rannsókn málsins – „Bendir allt til þess að ökutækið hafi verið á töluvert meiri hraða en leyfður er“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið

Leita sér að nýju heimili til að byrja nýtt líf – Fær fyrirgefningu og útiloka ekki fimmta barnið
433Sport
Í gær

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir

Elanga keyptur fyrir 55 milljónir
433Sport
Í gær

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“

Palmer viðurkennir erfiðleika – ,,Hann er alltaf til staðar fyrir mig“