fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Hjörvar segir Vigni vera eins og búningastjóra KSÍ frekar en formannsefni

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football talar fyrir þvi að Þorvaldur Örlygsson eða Guðni Bergsson verði næsti formaður KSÍ. Þeir berjast um stólinn við Vigni Má Þormóðsson.

Kosið verður til formanns á laugardag á ársþingi KSÍ.

Guðni fékk mikla lofræðu í þætti dagsins en hann sagði af sér sem formaður KSÍ haustið 2021. „Toddi líka góður og Vignir ábyggilega líka, þú þarft að vera með mann sem getur hitt forseta portúgalska sambandsins. Toddi er með feril eins og Guðni,“ segir Hjörvar Hafliðason.

Þorvaldur og Guðni eru fyrrum atvinnumenn og landsliðsmenn á meðan Vignir hefur starfað í kringum fótboltann um langt skeið og sat í stjórn KSÍ í tólf ár.

Hjörvar segir að Vignir yrði líkur Hannesi Jónssyni formanni KKÍ. „Svo er Vignir, Vigginn er eins og körfuboltinn sem bjó sér til sinn formann í Hannesi. Vignir væri eins og hann,“ sagði Hjörvar.

„Vignir er kannski ekki stærsti karakterinn í bransanum, Vignir hefur þetta ekki sem Guðni og Toddi hafa. Þú myndir finna fyrir því þegar þeir labba inn í herbergið.“

„Vignir er eflaust yndislegur en er eins og búningastjóri frekar en formaður sambandsins,“ sagði Hjörvar einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“

Arnar segir Jóhann hafa verið ósáttan og vonast til að hann sé enn brjálaður – „Hvað gera þeir?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi

Markvörður Íslandsmeistaranna í ótímabundið leyfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Linda Líf til Svíþjóðar

Linda Líf til Svíþjóðar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu

Meistaradeildin: City pakkaði Dortmund saman – Barcelona náði ekki að vinna í Belgíu
433Sport
Í gær

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna

Wenger uppljóstrar um loforð sem Liverpool gaf Wirtz – Munu að öllum líkindum svíkja það núna
433Sport
Í gær

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt

Ronaldo opinberar hvernig hann bað Georginu – Er ekki rómantískur og gerðist um miðja nótt