fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Lækkar verðið á húsinu um 43 milljónir og vill nú fá 570 milljónir – Sjáðu höllina

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 20. febrúar 2024 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferugson hefur ekki tekist að selja húsið sitt í Manchester og hefur lækkað verðmiðann á því um 43 milljónir. Hann vill því fá um 570 milljónir en ekki 610 milljónir eins og í fyrstu.

Þessi yrrum stjóri setti húsið sitt á sölu á dögunum en það gerði hann nokkrum vikum eftir andlát eiginkonu sinnar, Caty.

Nú hefur komið í ljós að þessi 81 árs gamli Skoti ákvað að flytja nær syni sínum, Darren.

Ferguson á þrá syni og tólf barnabörn en Darren er þjálfari Peterborough og hefur gamli maðurinn mætt á síðustu leiki hans.

Nú hefur Ferguson fest sér kaup á húsi í Goostrey sem er úthverfi Manchester en þar verður hann nágranni Darren.

Ljóst er að Sir Alex er að minnka við sig en hann er að selja húsið sitt á 570 milljónir en kaupir hús á rúmar 200 milljónir.

Ferguson hætti að þjálfa árið 2013 en hann er í stjórn hjá Manchester United og er reglulegur gestur á leikjum liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu

Blikar töpuðu fyrri leiknum í Albaníu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann

Þrjú félög vilja Grealish – City búið að skella verðmiða á hann
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann

Newcastle opnar samtalið við enska framherjann