Það eru engar líkur á að Mohamed Salah spili með Liverpool á næsta ári segir fyrrum leikmaður liðsins, Mark Lawrenson.
Lawrenson er staðráðinn í að Salah fari til Sádi Arabíu en hann var með tilboð þaðan síðasta sumar.
Salah er 31 árs gamall og er talið að hann vilji sjálfur reyna fyrir sér annars staðar er tímabilinu lýkur.
,,Það eru 100 prósent líkur á því að Mo Salah fari frá Liverpool í sumar,“ sagði Lawrenson við Paddy Power.
,,Það skiptir engu máli hvað gerist á þessu tímabili, það var tilboð á borðinu síðasta sumar. Hann mun fara og spila í landi eins og Sádi Arabíu og vonandi fær Liverpool gott verð fyrir hann.“
,,Salah verður kóngurinn í Sádi Arabíu.“