Íþróttavikan var á sínum stað þessa vikuna en Þorkell Máni Pétursson var gestur þáttarins. Máni er í framboði til stjórnar KSÍ.
Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Sigurðsson stýrðu þættinum en rætt var um málefni Leeds en Máni er harður stuðningsmaður liðsins.
„Það er mjög gaman, spilum skemmtilegan fótbolta,“ segir Leeds um liðið sem situr nú í öðru sæti næst efstu deildar.
Leeds féll úr ensku úrvalsdeildinni í fyrra og stefnir beint aftur upp.
„Maður horfir á þetta núna og maður verður svo pirraður yfir þessari vitleysu sem var í fyrra. Að ráða þennan Kana þarna, þeir áttu að reka hann eftir fjóra leiki.“
„Það er mikil sorg en ég ef verð glaður ef við komumst aftur upp. Þetta er klúbbur, eini ástríðu klúbburinn.“
Umræða um þetta er hér að neðan.