Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt og skrifað undir kaup Sir Jim Ratcliffe á 25 prósenta hlut í Manchester United.
Glazer fjölskyldan skrifaði undir við Ratcliffe undir lok síðasta árs.
Enska úrvalsdeildin hefur nú kannað allt málið og hefur stimplað kaup Ratcliffe sem eru þá formlega genginn í gegn.
Ratcliffe mun koma með fjármuni inn í rekstur United og vonast stuðningsmenn félagsins til þess að hlutirnir lagist hjá félaginu.
Ratcliffe hefur skoðað allt hjá United undanfarnar vikur og er búist við því að hann fari í breytingar hjá félaginu.
🚨🔴 OFFICIAL: Premier League confirm Sir Jim Ratcliffe’s acquisition of 25% of Manchester United has been approved following the completion of the Owners and Directors Test.
“The Premier League’s Owners’ Charter has also been signed”. pic.twitter.com/GRiTXDRjv6
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 13, 2024