Sven-Goran Eriksson hefur fengið eina af óskum sínum uppfyllta áður en hann deyr, sænski þjálfarinn á um ár eftir ólifað.
Krabbamein leikur nú þennan skemmtilega karakter grátt.
Eriksson er 76 ára gamall en hann hefur alltaf talað um það að einn af draumum hans í gegnum lífið hefur verið að þjálfa Liverpool.
Liverpool hefur nú staðfest að Eriksson muni stýra Liverpool í goðsagnaleik gegn Ajax í næsta mánuði.
Leikurinn fer fram á Anfield í lok mars þegar landsleikjafríi er í deildarkeppnum.
@LFC We are delighted to confirm Sven-Goran Eriksson will be part of our Legends management team for the game against Ajax Legends at Anfield 🔴 #YNWA pic.twitter.com/qpEotlki9T
— Ian Rush MBE (@Ian_Rush9) February 13, 2024