fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
433Sport

Birtir í fyrsta sinn mynd af eiginkonu sinni eftir að hún sakaði hann um gróft ofbeldi og nauðgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband Mason Greenwood framherja frá Englandi og Harriet Robson hefur um nokkurt skeið vakið mikla athygli. Fyrir um tveimur árum síðan var Greenwood handtekinn eftir að Robson birti myndir af meintu ofbeldi hans.

Robson birti þá myndir og hljóðbrot á Instagram þar sem hún sakaði Greenwood um að hafa brotið á sér kynferðislega og beitt sig grófu ofbeldi.

Greenwood var handtekinn vegna málsins og undir rannsókn lögreglu í átján mánuði, þá var málið fellt niður.

Greenwood og Robson hófu samband sitt aftur skömmu eftir að málið fór í rannsókn, hafa þau síðan þá gift sig og eignast saman sitt fyrsta barn.

Greenwood er samningsbundinn Manchester United en var lánaður til Getafe á Spáni þegar málið var fellt niður, þar hefur hann blómstrað.

Greenwood birti í fyrsta sinn í rúm tvö ár mynd af Robson í gær þar sem hann sagði hana bestu mömmu í heimi en tilefnið var afmæli hennar.

Ensk blöð segja hjónin elska lífið á Spáni, þar sé minni athygli á þeim og þau njóti þess að geta verið saman án þess að fylgst sé með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Mögulega rekinn eftir helgi en vann sér inn 350 milljón króna bónus á miðvikudag

Mögulega rekinn eftir helgi en vann sér inn 350 milljón króna bónus á miðvikudag
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Karlmaðurinn með stóru brjóstin er stoltur eftir að hafa öðlast frægð og frama á dögunum

Karlmaðurinn með stóru brjóstin er stoltur eftir að hafa öðlast frægð og frama á dögunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Máni tætir málflutning Skúla Helgasonar í sig – „Harpa er heldur ekki sjálfbær og allra síst Reykjavíkurborg“

Máni tætir málflutning Skúla Helgasonar í sig – „Harpa er heldur ekki sjálfbær og allra síst Reykjavíkurborg“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ætlar að slást við Alisson næsta vetur – Hefur engan áhuga á að fara á láni

Ætlar að slást við Alisson næsta vetur – Hefur engan áhuga á að fara á láni
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“

Víðir fékk spurningu á ritstjórn Morgunblaðsins og svaraði svona – „Er sögð vera afar sjald­gæf tala“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“

Umboðsmaður Bruno Fernandes með færslu sem vekur athygli – „Þú átt meira skilið“
433Sport
Í gær

Liverpool vonast til að Arsenal takist ekki ætlunarverkið

Liverpool vonast til að Arsenal takist ekki ætlunarverkið
433Sport
Í gær

Ólafur Ingi opinberar hóp sinn – Átta úr Bestu deildinni

Ólafur Ingi opinberar hóp sinn – Átta úr Bestu deildinni