fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
433Sport

Birtir í fyrsta sinn mynd af eiginkonu sinni eftir að hún sakaði hann um gróft ofbeldi og nauðgun

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 13. febrúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samband Mason Greenwood framherja frá Englandi og Harriet Robson hefur um nokkurt skeið vakið mikla athygli. Fyrir um tveimur árum síðan var Greenwood handtekinn eftir að Robson birti myndir af meintu ofbeldi hans.

Robson birti þá myndir og hljóðbrot á Instagram þar sem hún sakaði Greenwood um að hafa brotið á sér kynferðislega og beitt sig grófu ofbeldi.

Greenwood var handtekinn vegna málsins og undir rannsókn lögreglu í átján mánuði, þá var málið fellt niður.

Greenwood og Robson hófu samband sitt aftur skömmu eftir að málið fór í rannsókn, hafa þau síðan þá gift sig og eignast saman sitt fyrsta barn.

Greenwood er samningsbundinn Manchester United en var lánaður til Getafe á Spáni þegar málið var fellt niður, þar hefur hann blómstrað.

Greenwood birti í fyrsta sinn í rúm tvö ár mynd af Robson í gær þar sem hann sagði hana bestu mömmu í heimi en tilefnið var afmæli hennar.

Ensk blöð segja hjónin elska lífið á Spáni, þar sé minni athygli á þeim og þau njóti þess að geta verið saman án þess að fylgst sé með þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

433Sport
Í gær

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Í gær

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni

Eiður Smári titraði og skalf upp í sófa á þriðjudagskvöld þegar synir hans voru í eldlínunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar