Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur engar áhyggjur fyrir leik kvöldsins gegn RB Leipzig í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Real verður án lykilmanns í þessum leik en Jude Bellingham er meiddur og er ekki til taks.
Bellingham hefur verið stórkostlegur á tímabilinu en meiddist um helgina í öruggum sigri á Girona.
,,Við hugsum aldrei um þá leikmenn sem eru ekki til staðar,“ sagði Ancelotti á blaðamannafundi.
,,Það er sanngjarnt að hugsa bara um þá leikmenn sem eru til taks. Við höfum unnið alla fjóra leiki okkar án Bellingham á tímabilinu.“
,,Þeir sem hafa tekið við af honum hafa gert mjög vel hvort það sé Joselu eða Brahim Diaz.“