Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur varað leikmenn eins og Marcus Rashford að það sé fylgst með öllu sem gerist utan vallar.
Rashford kom sér í vesen á dögunum er hann var myndaður á djamminu í Belfast og sagði Manchester United að hann væri veikur.
Erik ten Hag, stjóri United, tók ekki vel í þessa hegðun Rashford sem er þó mættur aftur í leikmannahópinn.
Rashford þarf að passa hvernig hann hagar sér utan vallar áður en Southgate velur landsliðshópinn fyrir EM í sumar.
,,Það eru fimm vikur í að við veljum hópinn, það er svo mikið sem gerist á þessum tíma á milli hópa, við erum alltaf að fylgjast með öllu innan sem utan vallar,“ sagði Southgate.
,,Við þurfum að taka ákvörðun eftir nokkrar vikur og því fylgir mikil athygli því það verður lokahópurinn fyrir EM í Þýskalandi.“