fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fókus

Eldgosin þrjú hafa elt Egil á röndum – „Pínu eins og að fljúga inn í helvíti“

Jakob Snævar Ólafsson
Fimmtudaginn 8. febrúar 2024 21:00

Myndir sem Egill Orri Elvarsson tók úr flugvélum af eldgosunum þremur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðustu tæpum tveimur mánuðum hafa orðið þrjú eldgos á Reykjanesskaga með hörmungum sem allir landsmenn ættu að þekkja. Ýmsir sem hafa orðið fyrir áhrifum af þessum gosum hafa sína sögu að segja. Margar þeirra eru skiljanlega fullar af sorg og harmi, ekki síst hjá þeim sem hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín í Grindavík. Svo eru aðrir sem hafa aðeins öðruvísi sögu að segja. Einn þeirra er Egill Orri Elvarsson en hann hefur verið farþegi í flugvélum sem hafa verið annað hvort á leið til landsins eða á leiðinni frá því um það leyti sem að öll gosin þrjú hafa brotist upp úr iðrum jarðar. Skemmtilegar tilviljanir myndu einhverjir líklega segja en aðrir myndu kannski frekar segja að þær væru meira í ætt við að vera skuggalegar.

Þegar fyrsta gosið byrjaði síðla kvölds 18. desember síðastliðins var Egill farþegi í flugvél sem var á leið til landsins frá London.

Þegar næsta gos kom að morgni 14. janúar var flugvél á leið til New York rétt nýfarin í loftið frá Keflavíkurflugvelli og var Egill á meðal farþega.

Þegar yfirstandandi gos byrjaði í morgun flaug flugvél af stað til New York frá Keflavík klukkutíma eftir að gosið hófst og enn var Egill meðal farþega þegar slíkur atburður átti sér stað.

Fyrsta gosið var sterkasta upplifunin

DV ræddi stuttlega við Egil fyrr í dag og þá sagði hann það vera eiginlega orðið ótrúlegt að gosið hafi þrisvar einmitt á meðan hann hefur verið á ferðinni.

Hann segir upplifunina við fyrsta gosið, 18.desember, hafa verið einna skuggalegasta af þessum þremur. Þá hafi hann verið á leið til landins og gosið byrjað þegar flugvélin hafi verið komin nokkuð áleiðis til Keflavíkur. Hann hafi ekki vitað að gos væri hafið fyrr en flugstjórinn tilkynnti farþegum það í gegnum hátalarakerfi flugvélarinnar og sagt að mögulega yrði að lenda á Akureyri. Þá hafi hann hugsað með sér:

„Þetta er eitthvað nýtt.“

Egill minnir á að fyrsta gosið hafi verið mjög kraftmikið í upphafi og það hafi verið nokkuð skuggalegt að sjá það ofan frá þegar flugvélin flaug nærri því á leið til Keflavíkurflugvallar:

„Þetta var pínu eins og að fljúga inn í helvíti,“ segir Egill en um leið hafi þessi sjón verið nokkuð heillandi.

Þegar Egill er spurður hvort ekki hafi komið til tals að hann léti flugferðir bíða að sinni í ljósi þess að í síðustu 3 skipti hefur byrjað eldgos segir hann að margir sem séu honum kunnugir hafi sagt að hann yrði að vera kyrr og fara ekki í flugferð.

Hann segist sjálfur vera farinn að taka undir þetta. Í fyrsta skiptið hafi hann sagt:

„Þetta er almennilegt.“

Þegar gosið hafi í þriðja skiptið sem hann var á ferðalagi um borð í flugvél hafi hann hins vegar ekki getað gert annað en spurt:

„Hvað er í gangi?“

Egill Orri Elvarsson/Skjáskot -Instagram

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu

LEGO-meistararnir frá Vopnafirði komnir heim frá keppni á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“

Frænka Jeffrey Epstein birtir hrollvekjandi myndband: „Ef eitthvað kemur fyrir mig, þá er það ekki sjálfsvíg“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum

Hættir ekki að tala um íslenska manninn í appelsínugula jakkanum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“

Dóttir Susan Sarandon gekkst undir lýtaaðgerð ári eftir „brjóstaskandalinn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll

Þetta er aldurinn þar sem ólifnaðurinn fer að taka sinn toll
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife

Sjósundið hefur hjálpað Sif að vinna sig út úr pálmatrésslysinu hræðilega á Tenerife
Fókus
Fyrir 4 dögum

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“

Karla Sofía Gascón: „Trans fólk mun aldrei hverfa, sama hversu mikið einhver reynir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bókaspjall: Svik og undirferli

Bókaspjall: Svik og undirferli