fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Einkunnir Arsenal og Liverpool – Jorginho bestur

Victor Pálsson
Sunnudaginn 4. febrúar 2024 19:47

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann gríðarlega sterkan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti Liverpool í stórleik helgarinnar.

Arsenal komst yfir á 14. mínútu er Bukayo Saka kom boltanum í netið eftir skot frá Kai Havertz sem Alisson varði í marki gestanna.

Arsenal tókst ekki að leiða leikinn í hálfleik en Gabriel skoraði sjálfsmark í uppbótartíma sem jafnaði metin fyrir Liverpool.

Gabriel fékk boltann í hendina og þaðan fór hann í markið en varnarleikur William Saliba var ekki upp á tíu innan teigs.

Gabriel Martinelli kom svo Arsenal aftur yfir eftir skelfilegan varnarleik Liverpool á 67. mínútu.

Leandro Trossard gerði út um leikinn á 92. mínútu stuttu eftir að Ibrahima Konate hafði fengið sitt annað gula spjald og þar með rautt fyrir Liverpool.

Lokatölur 3-1 fyrir Arsenal sem er nú tveimur stigum á eftir toppliði einmitt Liverpool.

Hér má sjá einkunnir Sky Sports úr leiknum.

Arsenal: Raya (6), White (7), Saliba (6), Gabriel (6), Zinchenko (6), Rice (8), Jorginho (8), Odegaard (7), Saka (7), Martinelli (8), Havertz (7).

Varamenn: Kiwior (7), Trossard (8), Nelson (7).

Liverpool: Alisson (5), Alexander-Arnold (5), Van Dijk (6), Konate (4), Gomez (5), Mac Allister (7), Jones (6), Gravenberch (6), Diaz (6), Gakpo (6), Jota (6).

Varamenn: Nunez (6), Robertson (6), Elliott (6), Thiago (6).

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“

Þorsteinn öskuillur á blaðamannafundi – „Dónalegt og nautheimskulegt“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“

Lýsir þrúgandi andrúmslofti eftir áfallið um helgina – „Hafa bara verið í sjokki“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ísak Snær á leið til Danmerkur

Ísak Snær á leið til Danmerkur
433Sport
Í gær

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki

Leggur til stórkostlegar breytingar hjá KSÍ svo hörmungarnar endurtaki sig ekki
433Sport
Í gær

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“

Spenntur fyrir kvöldinu: Mætir goðsögninni í mikilvægum leik – ,,Sendi mér skilaboð og hvatti okkur áfram“