Freyr Alexandersson er að gera mjög góða hluti með lið Kortrijk í Belgíu þessa stundina en hann tók við liðinu á tímabilinu.
Kortrijk hefur ekki tapað í síðustu fjórum leikjum sínum og vann 1-0 heimasigur á Charleroi í kvöld.
Kortrijk er enn langt frá öruggu sæti en sex stig eru í OH Leuven sem er með 24 stig gegn 18 hjá Kortrijk.
Charleroi er lið sem er í fallbaráttu og er einnig með 24 stig en verri markatölu en Leuven.
Isaak Davies skoraði eina mark Kortrijk í leiknum í fyrri hálfleik og tryggði mikilvægan sigur.