Theodór Elmar Bjarnason, fyrrum landsliðsmaður og leikmaður KR, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum, sem kemur út alla föstudaga á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarpi Símans.
Elmar kom víða við á atvinnumannaferlinum og lék til að mynda í nokkur ár í Tyrklandi. Það kom honum skemmtilega á óvart.
„Fyrirfram hélt ég að það yrði mjög skrautlegt. Ég bjó til dæmis í Gazientep sem er á landamærum Sýrlands. Það er ekkert staður sem ferðamenn eru að skella sér á í tíma og ótíma.
En svo var þetta bara tveggja milljón manna borg. Ég bjó í einhverju New York háhýsi þarna með körfuboltavöll og sundlaug í garðinu, líkamsræktarsal í blokkinni.“
Elmar sér alls ekki eftir að hafa tekið skrefið til Tyrklands.
„Fólkið var svo geggjað að ég hefði aldrei viljað skipta þessar reynslu út. Þetta er barnbesta fólk sem ég hef verið í kringum. Að vera með son minn þarna var snilld. Þetta var einn af mínum uppáhalds tímum á ferlinum.“
Umræðan í heild er í spilaranum.