fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Mjög óvæntir orðrómar um Mourinho og hugsanlega endurkomu á Old Trafford

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 17:30

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho vill ólmur snúa aftur til Manchester United samkvæmt Daily Mail.

Mourinho var rekinn frá Roma á dögunum en heimildamenn enska miðilsins segja að honum finnist hann eiga eftir óklárað verk á Old Trafford.

Verði möguleikinn fyrir hendi vill Mourinho snúa aftur til United og starfa með Sir Jim Ratcliffe og félagi hans, INEOS, sem er að taka yfir fótboltahlið félagsins.

Mourinho var stjóri United frá 2016 til 2018. Hann vann deildabikarinn og Evrópudeildina áður en hann var að lokum látinn fara.

„Honum finnst hann eiga óklárað verk eftir hvernig þetta endaði síðast og hann hefur gert það að markmiði sínu að snúa aftur,“ segir félagi Mourinho við Daily Mail.

Gengi United hefur verið langt undir væntingum en liðið er í níunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Erik ten Hag er stjóri liðsins en hann er langt frá því að vera vinsæll hjá öllum stuðningsmönnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt

Óveðurský yfir Akranesi – Velta því fyrir sér hvort Jón Þór þurfi að óttast um starf sitt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út

Tveir frægir menn gómaðir ölvaðir og örvaðir að spjalla við fyrirsætu – Öllu var lekið út
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Will Still að landa áhugaverðu starfi á Englandi

Will Still að landa áhugaverðu starfi á Englandi
433Sport
Í gær

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Í gær

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá

Setja leik Íslands og Englands á dagskrá