Ben White og Oleksandr Zinchenko rifust eins og hundur og köttur eftir sigur liðsins gegn Nottingham í gær, var það vegna marks sem liðið fékk á sig.
Mikel Arteta skammaði Oleksandr Zinchenko eins og smákrakka eftir leik en gerði svo lítið úr því.
The video of a heated moment between Oleksandr Zinchenko and Ben White after Arsenal's win over Nottingham last night.👇pic.twitter.com/zHd5vV6vlW#NFOARS #COYG #PremierLeague
— LuckyBet Nigeria (@LuckybetNG) January 31, 2024
Arsenal liðið sótti nokkuð í leiknum en tókst ekki að skora mark í fyrri hálfleik.
Í síðari hálfleik var svo komið að því að skora mörkin en fyrstur á dagskrá var Gabriel Jesus, hann komst að markinu og skoraði úr þröngu færi.
Matt Turner, markvörður Forest og fyrrum markvörður Arsenal hafði gert miklu betur í þessum atviki.
Skömmu síðar var komið að hinum öfluga Bukayo Saka að tryggja sigurinn en Arsenal situr tveimur stigum á eftir toppliði Liverpool. Þessi lið mætast í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag í afar áhugaverðum leik.
Taiwo Awoniyi náði að laga stöðuna fyrir heimamenn á 89 mínútu en nær komust heimamenn ekki og lokastaðan því 2-1.