fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Kona sem djammaði með Rashford segir sögu sína frá kvöldinu sem kom honum í vanda – Henti annarri konu út og fleygði eigum hennar á jörðina

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 09:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marcus Rashford hefur stolið fyrirsögnum breskra miðla undanfarna daga í kjölfar þess að hann datt í það í Belfast og missti af æfingu Manchester United. Þjónn á veitingastað í borginni, sem eyddi deginum með enska knattspyrnumanninum, segir sögu sína við The Sun.

Rashford var ekki valinn í hóp United fyrir bikarleikinn gegn Newport á sunnudag í kjölfar þess að hann missti af æfingu eftir gott skrall í Belfast á fimmtudag. Var hann einnig sektaður um 650 þúsund pund. Áðurnefndur þjónn er Sarah Adair og hún segir leikmanninn aldrei hafa ætlað sér að ná æfingu enska stórliðsins á föstudag.

Sarah afgreiddi Rashford og hans gengi á veitingastaðnum sem hún vinnur á. Þetta var um klukkan 14 á fimmtudag en henni var svo boðið að djamma með Rashford og félögum um kvöldið. Hún segir að á þessum tímapunkti hafi knattspyrnumaðurinn þegar verið farinn að sturta í sig tekíla.

Sarah kannaðist sjálf ekki við Rashford en yfirmaður hennar gerði það, enda mikill stuðningsmaður United. Hann bað stjörnuna um mynd en hann neitaði í fyrstu. Svo samþykkti hann það gegn því að Sarah fengi að fara fyrr til að djamma með þeim.

Rashford spurði svo Söruh hvort einhverjir næturklúbbar væru opnir lengur en til 3 um nóttina, gegn því að hann myndi borga þeim fyrir það. „Þarna sá ég að hann ætlaði sér aldrei á æfinguna á föstudeginum,“ segir Sarah.

Látin bíða í óratíma

Rashford var búinn að leigja alla efri hæð staðarins fyrir sig og spilaði sína eigin tónlist. Sarah segir að hann hafi tjáð sér á staðnum að hann væri búinn að drekka í allan dag. „Hans markmið var að verða drukkinn þetta kvöld,“ segir Sarah, en einn vinur hans hafði minnt hann á að það væri æfing daginn eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn

Þetta voru nöfnin sex sem United skoðaði að ráða áður en Ten Hag var rekinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“

Daníel Leó lýsir tilfinningaþrunginni stundu – „Erfitt að lýsa þessu“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“

Heimi Guðjónssyni heitt í hamsi – „Svo mætir Arnar Sveinn, grjóthaltu bara kjafti“
433Sport
Í gær

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“

Valur staðfestir Hermann Hreiðarsson sem nýjan þjálfara – „Við lögðum áherslu á faglegt ferli“
433Sport
Í gær

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“

Stjörnumenn séu að leita í uppskriftarbókina í Fossvogi og Kópavogi – „Gera væntanlega þá kröfu“