Virgil van Dijk var spurður út í framtíð síma hjá Liverpool nú þegar nýr maður kemur í brúna og nýr kafli tekur við.
Jurgen Klopp tilkynnti fyrir helgi að hann myndi hætta sem stjóri Liverpool eftir tímabilið.
Í viðtali við Times var Van Dijk spurður að því hvort hann yrði partur af nýjum kafla Liverpool.
„Það er góð spurning. Ég veit það ekki,“ sagði hollenski miðvörðurinn.
Samningur Van Dijk rennur út eftir næstu leiktíð.
„Félagið á stórt verkefni fyrir höndum og margt mun breytast. Mig langar að vita í hvaða átt félagið vill fara. Við sjáum hvað setur,“ sagði hann.