fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Carragher segir frá því hvern hann vill fá sem næsta stjóra Liverpool

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. janúar 2024 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er nokkuð ljóst hvern Liverpool goðsögnin Jamie Carragher myndi vilja fá inn sem næsta stjóra Liverpool á eftir Jurgen Klopp.

Klopp tilkynnti fyrir helgi að í lok tímabils myndi hann hætta sem stjóri Liverpool eftir níu farsæl ár. Margir eru slegnir en nú hefst leitin að nýjum stjóra.

Margir nefna Xabi Alonso, fyrrum leikmann Liverpool, Real Madrid og Bayern Munchen, en hann hefur verið að gera frábæra hluti sem stjóri Bayer Leverkusen í Þýskalandi.

„Þegar þú horfir í kringum þig núna til að finna einhvern sem passar Liverpool er ekki hægt að horfa framhjá fyrrum liðsfélaga mínum Xabi Alonso,“ segir Carragher.

„Hann nýtur svo mikillar virðingar hjá Liverpool fyrir það sem hann gerði sem leikmaður. Hann vann Meistaradeildina og hefur líka orðið heimsmeistari. Þetta er bara leikmannaferillinn.“

„Hann hefur líka unnið undir stjórn frábærra stjóra. Rafa Benitez, Jose Mourinho, Carlo Ancelotti, öll þessi stóru nöfn,“ segir Carragher enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist

Eftir ótrúlegt klúður sturlaðist hann þegar myndavélin beindist að honum – Sjáðu hvað gerðist
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“

Mikið undir í kvöld – „Vitum öll hvað gerist þegar það er langt í toppinn á Hlíðarenda“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

City gengur burt frá samningaborðinu

City gengur burt frá samningaborðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar

Þetta gæti orðið til þess að Ronaldo taki stóra ákvörðun í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Þrír í hættu vegna komu Alonso

Þrír í hættu vegna komu Alonso
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns