fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Svakalegar vendingar í karlalandsliðinu – „Ég þoli ekki að tala um ótrúlegar sögur“

433
Mánudaginn 29. janúar 2024 07:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sagnfræðingurinn og íþróttaáhugamaðurinn Stefán Pálsson var gestur Íþróttavikunnar sem kemur út á 433.is, Hringbraut.is og í Sjónvarp Símans alla föstudaga. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Það vakti athygli þegar greint var frá því á dögunum að Hákon Rafn Valdimarsson væri á leið til enska úrvalsdeildarliðsins Brentford frá Elfsborg. Undanfarnir mánuðir hafa verið frábærir fyrir Hákon. Hann er orðinn aðalmarkvörður íslenska landsliðsins og var valinn besti markvörður sænsku úrvalsdeildarinnar einnig.

„Þetta er svolítið athyglisvert hvernig þróunin hefur verið hjá íslensku markvörðunum. Rúnar Alex var fyrir nokkrum mánuðum geirnegldur aðalmarkvörður. Þar áður var það Elías (Rafn Ólafsson) og menn töluðu um að Elías væri næsti markvörður í úrvalsdeildina í Brentford því hann var í Midtjylland. Hákon hefur einhvern veginn stolið senunni á nokkrum mánuðum,“ sagði Helgi.

Hrafnkell tók undir þetta.

„Ég þoli ekki að tala um ótrúlegar sögur en þetta er raunverulega ótrúleg saga því gæinn var í handbolta þegar hann var 15 ára og var við það að velja handbolta frekar en fótbolta. En Óskar tekur hann inn í Gróttu og spilar honum bara, sama þó hann geri mistök til að byrja með. Áður en við vitum af er hann kominn upp um tvær deildir á tveimur árum og að spila í efstu deild 19 ára.“

Stefán benti svo á áhugaverðan punkt.

„Markmenn eru líka miklu síður keyptir milli landa. Ef maður lítur yfir Afríku- og Asíukeppnina er alvanalegt að allir þrír markverðirnir séu að leika í heimalandinu. Þó allir aðrir séu hjá erlendum stórliðum.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Í gær

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Í gær

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið
Hide picture