fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Guardiola sendi lúmska sneið á United vegna frétta síðustu daga – „Til hamingju með það“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. janúar 2024 08:23

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, gerir lítið úr því að Omar Berrada sé farinn til Manchester United og verði nýr stjórnarformaður félagsins.

Berrada hefur mikla þekkingu á leikmannamarkaðnum en einnig af rekstri félaga eftir langt starf hjá City og Barcelona.

Það hefur vakið nokkra athygli að einn mikilvægasti starfsmaður City hætti hjá félaginu og haldi til United sem er í tómum vandræðum.

„Kevin de Bruyne er enn hjá City, Erling Haaland spilar hérna líka,“ sagði Guardiola og brosti þegar hann var spurður út í brotthvarf Berrada.

„Ef Manchester United heldur að hann breyti öllu, til hamingju með það.“

„Þekking hans fer til Manchester United, það er staðreynd. Þegar þú kaupir leikmann þá kemur hann með þekkingu sem hann fékk frá öðrum þjálfara, öðrum samherjum. Það er eðlilegt.“

„Við lærum alltaf, Manchester City lærði mikið af Berrada en Omar lærði líka mikið hjá Manchester City.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref

Vardy gæti tekið mjög áhugavert skref
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Aubameyang snýr líklega aftur

Aubameyang snýr líklega aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag

Fá frábærar fréttir fyrir stórleikinn á sunnudag
433Sport
Í gær

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi

Skaut hressilega á sitt fyrrum félag eftir að hafa krotað undir í Sádi