fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fókus

Mjög súrrealískt þegar hún fékk allt í einu skilaboð – „Hæ, ég er bróðir þinn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 20. janúar 2024 09:30

Mynd/Instagram @raggaholm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan og plötusnúðurinn Ragnhildur Jónasdóttir, betur þekkt sem Ragga Holm, er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Ragga hefur komið víða við og er hvað þekktust fyrir sjarmerandi persónuleika sinn í útvarpinu, áður á KissFM en nú á K100, og tónlistarhæfileika, en hún hefur bæði getið sér gott orð sem sólólistamaður og sem meðlimur vinsælu rappsveitarinnar Reykjavíkurdætur.

video
play-sharp-fill

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google.

Í dag starfar Ragga við kennslu og sem forstöðumaður félagsmiðstöðvar auk þess að snúa skífum um helgar. Ragga hefur gengið í gegnum margar þolraunir í lífinu en í hennar huga er það ekki eitthvað sem heldur aftur af henni heldur eitthvað sem hún nýtir sér til góðs.

Þegar Ragga var barn var hún sett í fóstur til ömmu sinnar og afa. Nokkrum árum síðar fór hún til föður síns og fósturmóður, sem gekk henni í móðurstað og kallar Ragga hana mömmu. Bróðir hennar var settur annað í fóstur og eignaðist hún tvo yngri bræður, sem hún þekkti ekki. Það var því mjög skrýtin tilfinning að fá allt í einu skilaboð á samskiptaforritinu MSN, sem naut mikilla vinsælda upp úr aldamótum.

„Það var mjög súrrealískt móment þegar MSN var upp á sitt besta. Ég á bróðir sem er ári eldri en ég, Ævar. Hann hafði samband við mig á Messenger og sagði bara: „Hæ, ég er bróðir þinn.“

Hann hafði ég aldrei hitt og talað við, sem ég man eftir. Ég á myndir af okkur þegar við vorum eins og tveggja ára að leika. En ekkert sem ég man eftir. Það var mjög áhugaverð upplifun. Við hittumst síðan, fórum í bíó á Blade og bjuggum til þarna smá samband sem hélst í gegnum MSN og Facebook og eitthvað þannig. Það var mjög áhugaverð tilfinning, að vita allt í einu að maður eigi þarna bróður, svo á ég tvo aðra bræður.“

Ragga segir að í dag sé hún ekki í miklum samskiptum við þá. „Facebook er náttúrulega mjög öflugt tól í svona aðstæðum, ein og ein afmæliskveðja [fer á milli],“ segir hún.

„Það er áhugavert að vita að maður eigi í raun fjölskyldumeðlimi, systkini, annars staðar.“

Ragga segir nánar frá þessu í spilaranum hér að ofan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á í heild sinni hér. Einnig er hægt að hlusta á Spotify og Apple Podcasts.

Fylgstu með Röggu Holm á Instagram og hlustaðu á plötuna hennar, Bipolar, á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón

Hanna Kristín og Atli Freyr orðin hjón
Fókus
Í gær

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?

Ástarævintýri Katy Perry og Justin Trudeau á enda?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025

Ljósbrot tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“

Segist hafa lent í túristagildru á veitingastað á Íslandi – „Diskurinn kom nákvæmlega svona“
Hide picture