fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
433Sport

Líkir Strákunum okkar við lið í ensku úrvalsdeildinni – „Litlir og aumir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 09:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur verið harðlega gagnrýnt á yfirstandandi Evrópumóti og þá sérstaklega eftir stórt tap gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar í gærkvöldi.

Ungverjar unnu þægilegan 33-25 sigur og fara með tvö stig inn í milliriðla. Strákarnir okkar fara án stiga í þá og geta þakkað nokkuð óvæntum sigri Svartfellinga á Serbum í gær fyrir að vera yfirhöfuð með á mótinu enn þá.

Spekingar kepptust við að gagnrýna landsliðið eftir leik í gær og var frammistaðan til að mynda tekin fyrir í Þungavigtinni, þar sem Mikael Nikulásson kom með áhugaverða samlíkingu.

„Ég líki þessu við Chelsea í fótboltanum. Þú veist ekkert hverjir eru inn á og það nær enginn takti. Auðvitað eiga menn að gera betur en það er enginn taktur í þessu. Við erum bara litlir og aumir á móti svona gaurum. Mig grunaði að við yrðum í vandræðum í þessum leik og það varð svo,“ sagði Mikael í þrumuræðu.

„Leikmenn eru ekki að ráða við þessa fullu höll. Það vantar algjörlega leiðtoga í þetta lið, einhvern sem getur stigið upp,“ sagði hann enn fremur.

Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi í fyrsta leik liðanna í milliriðli annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar

Ætla að gera annað áhlaup og reyna að fá Mainoo í janúar
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique

Yamal að kaupa höllina eftir skilnað Shakiru og Pique
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar

Vilja nýta gott samband til að tryggja sér brasilíska ungstirnið í janúar