fbpx
Mánudagur 14.júlí 2025
433Sport

Líkir Strákunum okkar við lið í ensku úrvalsdeildinni – „Litlir og aumir“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. janúar 2024 09:11

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska karlalandsliðið í handbolta hefur verið harðlega gagnrýnt á yfirstandandi Evrópumóti og þá sérstaklega eftir stórt tap gegn Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar í gærkvöldi.

Ungverjar unnu þægilegan 33-25 sigur og fara með tvö stig inn í milliriðla. Strákarnir okkar fara án stiga í þá og geta þakkað nokkuð óvæntum sigri Svartfellinga á Serbum í gær fyrir að vera yfirhöfuð með á mótinu enn þá.

Spekingar kepptust við að gagnrýna landsliðið eftir leik í gær og var frammistaðan til að mynda tekin fyrir í Þungavigtinni, þar sem Mikael Nikulásson kom með áhugaverða samlíkingu.

„Ég líki þessu við Chelsea í fótboltanum. Þú veist ekkert hverjir eru inn á og það nær enginn takti. Auðvitað eiga menn að gera betur en það er enginn taktur í þessu. Við erum bara litlir og aumir á móti svona gaurum. Mig grunaði að við yrðum í vandræðum í þessum leik og það varð svo,“ sagði Mikael í þrumuræðu.

„Leikmenn eru ekki að ráða við þessa fullu höll. Það vantar algjörlega leiðtoga í þetta lið, einhvern sem getur stigið upp,“ sagði hann enn fremur.

Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi í fyrsta leik liðanna í milliriðli annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram

Botnar ekki í því hvernig mesta „Woke“ félagið leyfði hinum grunaða nauðgara að spila áfram
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Endalok Viðars á Akureyri?

Endalok Viðars á Akureyri?
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or

Bale telur sig vita hver mun vinna Ballon d’Or
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG

Chelsea heimsmeistari eftir frábæran sigur á PSG
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Firmino fer til Katar
433Sport
Í gær

Ummæli Gyokores vekja mikla athygli: ,,Ég er klárlega einn af þeim“

Ummæli Gyokores vekja mikla athygli: ,,Ég er klárlega einn af þeim“
433Sport
Í gær

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“

Bauluðu hressilega á Oasis tónleikunum – ,,Hvern í fjandanum eruði að baula á?“
433Sport
Í gær

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum

Náðu myndbandi af stórstjörnunni sem var blindfullur á tónleikum
433Sport
Í gær

Græðgi Sancho kom í veg fyrir endanleg skipti til Chelsea – Sáttur á risalaunum í Manchester

Græðgi Sancho kom í veg fyrir endanleg skipti til Chelsea – Sáttur á risalaunum í Manchester