fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Norski blaðamaðurinn brjálaður yfir valinu í gær – Hjörvar bendir honum á hvers vegna þetta fór svona

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 16. janúar 2024 10:30

Bjarni Ben og Hjörvar Hafliðason í Íþróttavikunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lionel Messi var í gær kjörinn leikmaður ársins í karlaflokki á FIFA verðlaunahátíðinni. Margir hafa gagnrýnt valið, þar á meðal norski blaðamaðurinn Jan Åge Fjørtoft.

Flestir bjuggust við að Erling Braut Haaland myndi hljóta verðlaunin. Hann vann þrennuna með Manchester City í fyrra og bætti markamet ensku úrvalsdeildarinnar á einu tímabili þegar hann skoraði 36 mörk.

Messi er á mála hjá Inter Miami í Bandaríkjunum en þess má geta að HM titill hans er ekki innan tímabilsins sem kosið er um.

„Hvernig er Haaland ekki besti leikmaður 2023? Ef verðlaun eins og þessi eiga að vera tekin alvarlega þarf að stöðva þetta. Verðlaunin verða á endanum einskis virði,“ skrifaði Fjørtoft á X (áður Twitter) í gær.

Það eru landsliðsþjálfarar, landsliðsfyrirliðar, íþróttafréttamenn og stuðningsmenn sem kjósa og var allt hnífjafnt en Messi vann á fleiri atkvæðum á meðal landsliðsfyrirliða.

Hjörvar Hafliðason, Dr. Football, svaraði Fjørtoft og benti á að landi Haaland og landsliðsþjálfari Íslands, Åge Hareide, hafi ekki kosið heldur aðstoðarþjálfarinn Jóhannes Karl Guðjónsson.

„Því miður kaus aðstoðarþjálfarinn í stað Åge Hareide. Jói er búinn að vera stuðningsmaður Liverpool alla tíð svo hann var aldrei að fara að kjósa Erling. Ef hann hefði gert það hefði Erling unnið verðlaunin í kvöld,“ skrifaði Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar

Tveir ungir leikmenn svöruðu Amorim á Instagram – Eyddu báðir þessum færslum síðar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok

Sjáðu myndbandið – Bruno Fernandes brjálaður í leikslok