fbpx
Föstudagur 16.maí 2025
433Sport

Lyngby staðfestir tíðindin – „Í dag erum við leið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2024 10:45

Mynd: Lyngby

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lyngby hefur staðfest að það sé í viðræðum við erlent félag um sölu á þjálfara sínum, Frey Alexanderssyni.

Danskir miðlar sögðu frá því fyrr í morgun að Freyr væri að taka við Kortrijk, botnliði belgísku úrvalsdeildarinnar.

Lyngby tekur fram að það eigi eftir að klára smáatriði en búast má við að allt verði frágengið á næsta sólarhring.

„Í dag erum við leið. Við áttum okkur samt á því að Freyr hefur hjálpað til við að búa til ótrúlegan grunn og menningu í þessu félagi. Það er eitthvað fyrir nýjan þjálfara að byggja ofan á,“ segir Nicas Kjeldsen, yfirmaður íþróttamála hjá Lyngby.

„Við erum þegar farnir að ræða við nokkra kandídata. Við munum finna þann rétta í starfið og hefja nýjan kafla í okkar sögu.“

Freyr tók við Lyngby árið 2021 í dönsku B-deildinni og hefur skilað af sér frábæru starfi. Liðið er nú um miðja úrvalsdeild eftir að hafa haldið sér uppi sem nýliði í fyrra.

Íslendingarnir Gylfi Þór Sigurðsson, Andri Lucas Guðjohnsen, Sævar Atli Magnússon og Kolbeinn Birgir Finnsson spila með liðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks

Ótrúlegt að enginn hafi látið lífið í kvöld – Sjáðu atvikið þegar ökumaður reyndi að keyra niður hóp fólks
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni

Sex mörk og rautt spjald þegar Fram henti bikarmeisturum KA úr keppni
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur

Barcelona til í að losa átta leikmenn til að fjármagna kaup á þremur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Inter til í að skera United úr snörunni

Inter til í að skera United úr snörunni
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool

Eru til í að bjarga honum frá Liverpool
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Glódís er leikfær
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Reyndu að fjárkúga vel þekktan mann – Heimtuðu tugi milljóna

Reyndu að fjárkúga vel þekktan mann – Heimtuðu tugi milljóna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu

Fimm áhugaverð nöfn á blaði hjá Lundúnaliðinu