Áramótaþáttur Íþróttavikunnar var af dýrari gerðinni þetta árið, Kristján Óli Sigurðsson og Hörður Snævar Jónsson mættu sem gestir í þáttinn sem Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa stýrt í vetur.
Í þættinum voru veitt hin ýmsu verðlaun og þá var farið yfir allt það helsta úr íþróttalífinu hér á landi sem erlendis.
Eitt af því sem var til umræðu var Besta deild karla og sú litla spenna sem verið hefur um Íslandsmeistaratitilinn síðustu tvö ár, Breiðablik árið 2022 og Víkingur í ár hafa labbað yfir deildina.
„Bara því miður hefur úrslitakeppnin hingað til verið leiðinleg, það var smá Evrópu spenna en hún var ekki lengi,“ sagði Hrafnkell um málið.
Kristján Óli segir alla bíða eftir því sem gerðist árið 2014 þegar Stjarnan og FH áttust við í frægum úrslitaleik.
„Það er það sem er verið að bíða eftir, úrslitaleikeins og 2014 í Krikanum. Sá leikur er enn til umræðu á kaffistofum, það hlýtur að koma á þessu. Við þurftum að fjölga leikjum,“ segir Kristján.
Helgi Fannar spurði þá hvort Víkingur væri ekki eitt besta lið sögunnar. „Það er stutt í það, deildin er búin að vera leiðinleg síðustu tvö. Við fórum inn í þessa úrslitakeppni eftir sturlaðan lokasprett 2021, maður fór hólkaður inn í þetta. Auðvitað væri best að fara í 10 liða deild og þrefalda umferð. Lið Víkings er í hópi fimm bestu. liða í sögu Íslands,“ sagði Hörður.
Kristján benti á það yrði aldrei, ársþing KSÍ myndi aldrei kjósa með slíku.
Umræðan um þetta er í spilaranum.