fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fókus

Tímavélin: Írar tímdu ekki að borga matinn ofan í frú Vigdísi – Kostnaðurinn langt fram úr fjárlögum

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 31. desember 2023 19:30

Vel fór á með forsetunum Mary Robinson og Vigdísi Finnbogadóttur í heimsókninni dýru. Mynd/Morgunblaðið 4. október 1991.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti Íslands, fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Írlands í október árið 1991. Sú ferð átti eftir að draga dilk á eftir sér í bókhaldi Íra, sem sáu eftir að hafa verið svo rausnarlegir. Fjármálaráðuneytið neitaði að borga reikning fyrir kvöldverð forsetanna.

Það var Mary Robinson, nýkjörinn forseti Írlands, sem bauð frú Vigdísi í þriggja daga opinbera heimsókn. Þetta var fyrsti þjóðhöfðinginn sem Robinson bauð til eyjunnar grænu en það gerði hún af því að Vigdís var fyrsti lýðræðislega kjörni kvenforseti heimsins.

Heimsókninni var ætlað að sýna að það væri eðlilegur hlutur að konur væru í aðalhlutverki þegar þjóðhöfðingjar hittust.

Vel fór á með forsetunum þar sem Vigdís heimsótti meðal annars bókasafn Trinity College til að skoða handrit að verkum nóbelskáldsins Samuel Beckett og á sýninguna „Dancing at Lughnasa“ í leikhúsinu Abbey Theatre.

„Dagarnir í Dyflinni hafa verið eins og leikrit þar sem margar persónur taka þátt með því að gæða ljóð sín viti og visku sína ljóðlist,“ sagði Vigdís í samtali við Morgunblaðið á sínum tíma. En blaðamönnum var boðið að koma með.

Nú hafa verið gerð opinber gögn í Írlandi sem sína að þessi boðsferð var rándýr og setti allt í uppnám innan írska stjórnkerfisins. The Independent greinir frá þessu.

Skemmtanir, áfengi og gjafir

Í gögnunum kemur fram að sumir embættismenn hafi haft áhyggjur af eyðslunni, í skemmtanir, áfengi og gjafir. Þetta væri vel umfram þau fjárframlög sem ætluð væru í þessa hluti.

Þá hafði Simonetta Ryan, embættismaður í írska fjármálaráðuneytinu, varað embætti forsætisráðherra við því að eyðslan væri of mikil, daginn áður en Vigdís lenti í Dyflinni.

Hafði þá verið beðið um 30 þúsund punda framlag fyrir heimsóknina, sem gerir um 76 þúsund evrur í dag, eða 11,5 milljónir króna.

„Ég hef áhyggjur af því að það er áætlað að eyða 3.600 pundum í skreytingar eins og blóm á tíma þegar hart er sótt að okkur að mæta niðurskurði sem tilkynntur hefur verið,“ segir í bréfi Ryan.

Þetta var miklu hærri upphæð en hafði verið varið í aðrar opinberar heimsóknir. Til dæmis var aðeins tæpum 16 þúsund pundum varið í opinbera heimsókn Brian Mulroney, forsætisráðherra Kanada, og 3.600 pundum í heimsókn Thomas Foley, þingforseta bandarísku fulltrúadeildarinnar.

Neituðu að borga reikninginn

En ferð Vigdísar átti eftir að reynast Írum enn dýrari. Við bættist 12 þúsund punda reikningur frá veitingamanni sem hafði séð um kvöldverð fyrir forsetana 2. október. Þetta var fyrir 220 „forsetamáltíðir“ og áfenga drykki að verðmæti 3.300 pund. Aukareikningur barst fyrir vín upp á tæp 4 þúsund pund.

Fjármálaráðuneytið neitaði hins vegar að borga honum. Ástæðan sem upp var gefin var sú að hámarki fjárútláta hefði verið náð og ekki yrði meira borgað út.

Sagði veitingamaðurinn þá að ef hann fengi ekki borgað fyrir veisluna myndi hann fara lóðbeint á hausinn. Ekki segir þó meira af afdrifum hans í gögnunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“

Nokkrum mánuðum áður en Ísak var við dauðans dyr lifði hann venjulegu fjölskyldulífi – „Ég var orðinn blár í framan“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“

Ferðalangur pantaði herbergi með sjávarútsýni en bjóst aldrei við þessu – „Ég er illa svikin krakkar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já

Ragnhildur með mikilvæga áminningu – Ekki segja alltaf já
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu

Margir uggandi yfir gömlu viðtali við Diddy eftir að hann sást ganga í skrokk á fyrrverandi kærustu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024