fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Hetjurnar tvær í Manchester mættu í viðtal: Ánægðasti maður jarðar í dag – ,,Talið of mikið um að við séum ekki að skora“

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 26. desember 2023 22:34

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rasmus Hojlund og Alejandro Garnacho, leikmenn Manchester United, voru mættir í viðtal við Sky Sports eftir leik við Aston Villa í kvöld.

Villa tók 2-0 forystu á Old Trafford en tvenna frá Garnacho og sigurmark frá Hojlund tryggðu heimamönnum sigur.

Þeir félagar voru að sjálfsögðu hæstánægðir eftir leikinn en Hojlund var sjálfur að skora sitt fyrsta deildarmark fyrir nýja félag sitt.

,,Takk kærlega, þetta er frábær tilfinning. Við vitum að við erum Manchester United, við erum 2-0 undir en við gefumst aldrei upp og endurkoman var frábær,“ sagði Garnacho.

,,Ég sagði við þá í hálfleik að við þyrftum bara eitt mark og halda svo áfram að pressa á þá. Ég er ánægður fyrir hönd Rasmus, það eru of margir sem tala um að framherjarnir hjá United séu ekki að skora en í dag gerðum við það og Marcus Rashford lagði einnig upp. Þetta er einn besti dagur í mínu lífi.“

Hojlund var næstur og var Daninn að sjálfsögðu gríðarlega ánægður með sitt fyrsta mark í deildinni.

,,Þetta hefur tekið sinn tíma en ég er ánægðasti maður jarðar í dag, það er hægt að sjá það á fögnuðinum. Við höfðum alltaf trú og sýndum mikinn karakter.“

,,Ég er búinn að skora nokkur í Meistaradeildinni en það er ánægjulegt að ná því fyrsta í deildinni og vonandi get ég byggt ofan á þetta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir æfðu í París
433Sport
Í gær

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“

„Við getum ekki beðið um mikið meira en þetta“
433Sport
Í gær

Hver er staðan á Alberti?

Hver er staðan á Alberti?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“

Ísak Bergmann – „Búnir að tala mikið en núna sýndum við hvað við erum góðir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja um kvöldið – „Er ég að horfa á Barcelona eða?“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun