Newcastle 1 – 3 Nottingham Forest
1-0 Alexander Isak(’23, víti)
1-1 Chris Wood(’45)
1-2 Chris Wood(’53)
1-3 Chris Wood(’60)
Chris Wood var svo sannarlega öflugur gegn sínu fyrrum félagi, Newcastle, í dag er hans menn í Nottingham Forest komu í heimsókn.
Forest lenti undir í þessum leik á 23. mínútu er Alexander Isak kom heimamönnum yfir úr vítaspyrnu.
Þá var röðin komin að Wood sem skoraði þrennuí kjölfarið til að tryggja gestunum frábæran sigur.
Wood var seldur til Forest fyrr á þessu ári eftir að hafa skorað fjögur deildarmörk í 35 leikjum fyrir Newcastle.