Það má með sanni segja að Chelsea hafi ekki verið sannfærandi á þessu ári og hvað þá á þessu tímabili.
Chelsea hefur tapað 19 leikjum í ensku úrvalsdeildinni 2023 sem er jafn mikið og lið á borð við Bournemouth, Fulham og Nottingham Forest.
Chelsea tapaði 2-1 gegn Wolves á aðfangadag og gæti sæti Mauricio Pochettino, stjóra liðsins, mögulega verið ansi heitt.
Nú er ljóst að tveir bestu leikmenn Chelsea á þessu tímabili verða ekki með liðinu á miðvikudag gegn Crystal Palace.
Um er að ræða miðjumanninn Cole Palmer sem og vængmanninn Raheem Sterling en þeir eru báðir í banni og geta ekki tekið þátt.
Palmer og Sterling hafa staðið sig best á Stamford Bridge í vetur en þeir hafa nú báðir fengið fimm gul spjöld og fara í eins leiks bann.